J'Adior svört leður taska frá Christian Dior með burstaðri gylltri keðju og gylltum áherslum. Taskan lokast með flipa og læstist með segulloka. Taskan hefur eitt aðalhólf sem inniheldur einn minni flatan vasa. Framan á töskunni er J'Adior úr gylltum málmi. Taskan er frá árinu 2019. Með töskunni fylgir rykpoki.
Grá rúmgóð taska frá Saint Laurent með gull burstuðum málmi. Taskan er úr mjúku ekta krókódíla leðri og hefur eitt aðalhólf. Taskan lokast með flipa og læstist með málm smellu og ólar lokum. Aðalhólfið skiptist í þrennt og hefur einn miðju vasa sem hægt er að renna. Aftan á töskunni er flatur vasi sem hægt er að loka með smellu loka.
Vintage Bi-fold kortaveski frá Louis Vuitton í klassíska brúna monograminu. Veskið opnast eins og bók og hefur sér 3 kortahólf, 1 seðlahólf og eitt hólf með glæru plasti til að setja t.d. ökuskírteini. Veskið er frá árinu 1996.
Stuttur Vintage Burberry Blue Label frakki í fallegum svörtum lit. Jakkinn er hnepptur upp að framan og hefur tvenna hneppta vasa að framan. Jakkinn hefur mittisól sem hægt er að þrengja að í mittinu.
Klassískur stuttur jakki frá Burberry í svörtum lit með nova check mynstrinu að innin. Jakkinn er hnepptur upp að framan og hefur tvenna opna vasa.
Krúttlegur, Mini Palm Springs bakpoki frá Louis Vuitton í flotta Monogram Reverse canvasinum. Eitt aðalhólf er á töskunni með einu auka hólfi ofan í, að framan er einnig rennt hólf. Taskan var framleidd árið 2017 og fylgir stillanleg ól, upprunalegur rykpoki, kassi og verslunarpoki.
Glæsileg, krúttleg mini taska frá Chanel í drapplituðu lambaleðri. Eitt aðalhólf er á töskunni, þar ofan í eru tvö auka hólf. Upprunalegur rykpoki, kassi og kort fylgir með. Taskan var framleidd í kringum 1986 - 1988. Ath. ástand.
Glæsilegur silkiklútur frá Burberry í flottu '' Red Montage'' printi.
Virkilega fallegt, klassískt keðjubelti frá Chanel með svartri leðuról fléttaðri í gegnum keðjuna. Ath. beltið er í lítilli stærð, en virkar líka sem hálsmen.
Hrikalega falleg og töff úlpa frá Louis Vuitton í svörtum lit. Úlpan er gerð úr 100% Polymide efni, 90% gæsa dún og 10% fjöðrum. Tveir vasar eru á hliðunum og mittisband. Úlpan var gerð fyrir 2017 collectionið eftir Nicolas Ghesquiére.
Glæsileg Geronimo Crossbody taska frá Louis Vuitton í eftirsótta Damier Ebene canvas. Eitt rennt aðalhólf er á töskunni og stillanlegt band. Upprunalegur rykpoki fylgir með. Ath. ástand á ólinni sem er til að lengja töskuna!
Hrikalega fallegur kjóll frá Just Cavalli með glæsilegu blóma printi. Kjóllinn er svartur á litinn en með blómum í allskonar litum, rennilás er að framan. Miðinn er enn á kjólnum og fylgir upprunalegt fatarplast með.
Glæsileg blá hettupeysa frá Stone Island með klassíska logóinu á erminni í stærð Large. Peysan er úr 100% bómul.
Geggjaðir Gucci Vintage Pumps hælaskór í dökkbrúnum GG canvas. Rykpoki fylgir.
Hannað fyrir rúskinn, Nubuck og annað efni. Hentar ekki fyrir leður. Spreyið létt og jafnt, beint á efnið. Vatnsvörninni á að nota á nokkura vikna fresti (fer eftir notkun). Við mælum einnig með að verja efnið aftur eftir að hafa verið í rigningu. Fyrir bestu vörnina er best að þrífa efnið og setja síðan nokkrar léttar umferðir af vörninni. Varist að efnið berist á húð, í munn eða augu. Eins er ráðlagt að prófa efnið á lítið áberandi stað til þess að varast óæskileg viðbrögð, sérstaklega ef leðrið er óþekkt, málað eða þess háttar.
Bakteríudrepandi hreinsirinn okkar er gerður til að draga úr allt að 99% af algengum bakteríum. Ætlað innvolsi og ytra byrði meðhöndluðs leður of efni. Hjálpar við að losa við óæskilega lykt og bakteríur. Spreyið jafnt yfir svæðið sem á að meðhöndla og leyfið því að þorna - ekki flóknara en það! Mould Away fjarlægir: - myglu og myglulykt - ammóníakslykt - skápa/geymslulykt - bakteríur! Nauðsyn viðbót í safnið fyrir alla þá sem elska og eiga forelskaðar töskur. Varist að efnið berist á húð, í munn eða augu. Eins er ráðlagt að prófa efnið á lítið áberandi stað til þess að varast óæskileg viðbrögð, sérstaklega ef leðrið er óþekkt, málað eða þess háttar. Efnið má ekki nota á ómeðhöndlað leður; en má nota á innvols slíkra vara.
Luxe Armor er háþróuð leðurvörn frá Attikk sem virkar eins og sterk brynja fyrir lúxusvörurnar þínar. Vörnin hentar ekki fyrir rúskinn eða annað efni en leður. Þetta er engin venjuleg leðurvörn! Luxe Armor myndar einskonar brynju utan um leðrið sem aðstoðar við að koma í veg fyrir bletti og önnur slys. Efnið hrindir þannig frá sér vökva, húðfitu og olíu og kemur þannig betur í veg fyrir litasmit og litabreyingar. Margfalt veglegra og marktækara en þessar hefðbundnu vatnsvarnir! Ef verja á notaða tösku er mikilvægt að þrífa hana áður en hún er varin með Luxe Armor fyrir bestu útkomuna. Munið að vörnin er fyrst og fremst fyrirbyggjandi en ekki læknandi fyrir þegar blettótt leður. Berið efnið á leður jafnt og þétt með klút og endurtakið á nokkurra mánaða fresti (í samræmi við notkun). Best er að bera á eina hlið eða einn part í einu. Varist að efnið berist á húð, í munn eða augu. Eins er ráðlagt að prófa efnið á lítið áberandi stað til þess að varast óæskileg viðbrögð, sérstaklega ef leðrið er óþekkt, málað eða þess háttar. Leðurvörnina má nota á ómeðhöndlað leður eins og Vachetta. Athugið að leðrið mun dökkna þegar vörninni er borið á það en það lýsist á ný þegar efnið þornar.
Patent leður hreinsirinn frá Attikk er sérhannaður fyrir fullunnið háglans leður. Fjarlægir óhreinindi og bætir ljóma og birtu í leðrið. Aðstoðar við að hylja önnur ummerki og gera þau minna óberandi. Berið hreinsinn á klút, nuddið jafnt og varlega í leðrið og leyfið því að þorna alveg. Varist að efnið berist á húð, í munn eða augu. Eins er ráðlagt að prófa efnið á lítið áberandi stað til þess að varast óæskileg viðbrögð, sérstaklega ef leðrið er óþekkt, málað eða þess háttar. Hentar vel fyrir t.d. háglansleðrið í vinsælu Louboutin hælunum.
Mildi leðurhreinsirinn okkar er sérstaklega hannaður til að þrífa unnið leður. Hreinsar óhreinindi og aðstoðar við að fjarlægja bletti. Berið hreinsinn á klút, nuddið honum jafnt og varlega í allt leðrið og leyfið því að þorna alveg. Við mælum alltaf með að næra og/eða verja leðrið eftir hreinsimeðferð. Mildi leðurhreinsirinn okkar hentar vel fyrir viðkvæmt leður eins og t.d. lambaskinn! Varist að efnið berist á húð, í munn eða augu. Eins er ráðlagt að prófa efnið á lítið áberandi stað til þess að varast óæskileg viðbrögð, sérstaklega ef leðrið er óþekkt, málað eða þess háttar. Ath. að þessi hreinsir hentar ekki fyrir ómeðhöndlað leður eins og tíðkast helst í töskum frá Louis Vuitton. Vachetta hreinsirinn okkar er sérstaklega hannaður fyrir slíkt.
Geggjuð vintage Pochette taska frá Louis Vuitton í brúna Damier Ebene mynstrinu. Í töskunni er eitt rennt aðalhólf og stutt leðuról sem hægt er að krækja af og á.
Glænýtt hvítt leðurbelti frá Fendi. Beltið skartar Fendi O’Lock gull sylgju og er í stærð 40/100. Fallegt belti úr smiðju Fendi og er "made in Italy". Upprunalegur rykpoki fylgir með sem og merkimiði. Beltið er ónotað, en eigandi hefur látið búa til aukagöt, skoðið vel ástandslýsingu og myndir.
Lítil Louis Vuitton Recital taska í brúnu monogram mynstri með stuttri ól og rauðu rúskinni að innan. Hætt í framleiðslu.
Neon-græn hettupeysa frá Acne Studios með "brotnu" lógói að framanverðu. Peysan er glæný, enn með miða.
Dökkbláar gallabuxur frá Dsquared. Lágar í mitti í "washed denim" stíl; upplitað gallaefni. Örlítið "distressed" með smáum rifum víða. Klassískt rautt lógó í buxnaklauf og stórt leðurlógó á rassvasa.