CELINE (áður skrifað CÉLINE) er franskt hátískumerki sem hefur verið í eigu LVMH síðan árið 1996. Celine var stofnað árið 1945 af Céline Vipiana. Undir LVMH eru mörg önnur þekkt merki á borð við Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy.
Ótrúlega falleg tote taska frá Celine í svörtu lambaleðri og silfur málm. Eitt stórt aðalhólf er á töskunni með einu auka hólfi. Á hliðunum eru fjórir rennilásar, sem hægt er að renna niður og stækka aðalhólfið. Upprunalegur rykpoki fylgir með.
Vintage Crécy taska frá Céline úr svörtu patent leðri og gylltum málmi. Á töskunni er áföst ól sem er stillanleg. Taskan opnast með flipa og læsist með smellu. Taskan skiptist í þrjú aðalhólf. Einn renndur flatur vasi innst og tveir opnir vasar í miðju hólfinu. Virkilega sæt hentug vintage taska. Með töskunni fylgir rykpoki, ekki upprunalegur.
Fallegt kortaveski frá Celine í bleik/fjólubláum lit með gylltu Celine lógó að framan. Sjö hólf eru fyrir kortin og fylgir bæði rykpoki og upprunalegur kassi með.
Kostar 395 usd nýtt á vefsíðu Celine, sem er 51.666 isk.
Nettir og stílhreinir hvítir strigaskór frá Celine úr kálfaleðri með dökkbláum línum á hliðunum og látlausu lógó á tungunni. Skórnir kosta nýjir um $850 hjá Celine, þ.e. um 115.000 isk á núverandi kortagengi. Upprunlaegir rykpokar fylgja.