Attikk hefur sl. árið verið að vinna hörðum höndum að þessu verkefni og við getum loksins kynnt ykkur fyrir nýju umhirðulínunni okkar!

Attikk Spa línan okkar inniheldur 9 mismunandi lúxus umhirðuvörur sem aðstoða viðskiptavinum okkar við að halda í gæði og verðgildi varanna sinna. Að auki bjóðum við upp á leðurviðgerðarpenna í 6 mismunandi litum!

Vörurnar eru komnar í sölu og innan skamms mun Attikk Spa Hornið opna í verslun Attikk á Laugavegi 90. Þar munum við bjóða upp á umhirðu- og létta viðgerðarþjónustu. Já, þú getur þá komið með töskuna til okkar í smá dekur og fengið hana aftur í betra formi og ástandi en hún var. Ef allt stenst áætlun þá mun Attikk Spa Hornið opna 13. desember!

Hér er stutt kynning á nokkrum þeirra vara sem eru komnar í sölu hjá okkur.

Hreinsivörur og vörn fyrir lúxus töskur
Hluti af vöruúrvalinu


Fyrst og fremst, það sem flestir hafa verið spenntastir fyrir, eru þær vörur sem eru sérhannaðar fyrir ómeðhöndlað leður á borð við fræga (og erfiða) Vachetta leðrið í Louis Vuitton töskum.

Þá bjóðum við upp á bæði hreinsir og næringu fyrir ómeðhöndlað leður. Verslaðu Vachetta Cleanser.


Málið er að Vachetta leðrið í Louis Vuitton töskum er með öllu ómeðhöndlað og óvarið. Að þeim sökum er fljótt að sjá á því og erfitt að nálgast vörur sem dekkja ekki leðrið eða skemma. Þar til nú!
Vörurnar okkar dekkja ekki leðrið og eru sérstaklega gerðar fyrir þetta tiltekna leður. Best er að nota vörurnar saman enda erfitt að næra skítugt leður og að sama skapi er hættulegt að hreinsa það bara og næra það aldrei. Verslaðu Vachetta Créme.

Hreinsir og næring fyrir Vachetta leður og ómeðhöndlað leður
Hreinsir og næring fyrir Vachetta leður og ómeðhöndlað leður


Að auki bjóðum við upp á hina fullkomnu leðurvörn, sem hentar fyrir allt leður, m.a. ómeðhöndlað Vachetta leður. Þessi litli brúsi er algjör snilld. Hann hrindir ekki bara frá sér vatni eins og þessir helstu leðurvarnir sem eru á markaðnum. Luxe Armor leðurvörnin okkar hrindir einnig frá sér öðrum vökva eins og kaffi og víni, húðfitu og ólíum ásamt því að koma í veg fyrir litasmit milli vara! Einn brúsi fyrir allar lúxus leðurvörurnar þínar. Verslaðu Luxe Armor leðurvörnina.

Hreinsivörur og vörn fyrir lúxus töskur
Hluti af vöruúrvalinu


Sú vara sem við í Attikk erum allra spenntust fyrir er Mould Away hreinsirinn okkar. Verandi sérhæfð umboðssala fyrir notaðar merjavörur þá er ekki óalgengt að til okkar koma töskur sem eru mjög gamlar, eða bara illa geymdar. Þá er oft einhver ólykt; þessi klassíska geymslulykt eða jafnvel myglulykt. Við vildum finna lausn á þessu algenga vandmáli og færum ykkur þess vegna bakteríudrepandi hreinsi. Hreinsirinn dregur úr allt að 99% algengra baktería í töskunni ásamt því að vinna markvisst að því að fjarlægja ALLA ólykt. Hvort sem taskan þín er byrjuð að mygla eða heimiliskötturinn ákvað að gera þarfirnar sínar í hana, þá ætti Mould Away að bjargar málunum. Verslaðu Mould Away.


Við hvetjum alla sem vilja að koma við hjá okkur og skoða fullt vöruúrval, bæði af vörum á Black Friday afslætti og umhirðuvörurnar að hika ekki! Sjáumst um helgina <3