Verslaðu merkjavöru á afslætti Versla Núna

Frí sending í póstbox innan Íslands

Allar vörur eru vottaðar Ekta af sérfræðingum

Sourcing - hvað er það?

by Ýr Guðjohnsen on 01.sep. 2025
Sourcing - hvað er það?
Fjársjóðsleit Attikk – hvað er sourcing?

Sumar töskur eru eins og sjaldgæfir fjársjóðir...  það getur verið erfitt að finna þær - hvort sem það er vegna takmarkaðs upplags, sérútgáfu eða einfaldlega vegna þess að framleiðsla þeirra hefur hætt. Þá getur verið bæði tímafrekt og áhættusamt að leita á hinum alþjóðlega endursölumarkaði, þar sem ásýndin blekkir oft og auðveldara er að lenda í eftirlíkingum.

Það er einmitt hér sem fjársjóðsleit Attikk kemur sterkt inn. 

Hvað er fjársjóðsleit (e. sourcing)?

Þjónustan felur í sér sérsniðna leit að draumatösku viðskiptavinarins. Þú sendir okkur beiðni um tiltekna vöru gegn föstu gjaldi og við tökum að okkur leitina. Við nýtum sérþekkingu okkar, sambönd við áreiðanlega seljendur og sérhæfða tækni til að finna vöruna, sannreyna ástand hennar og uppruna áður en hún er afhent þér.

Markmiðið er að losa þig við óvissuna og spara þér bæði tíma og fyrirhöfn – þú færð örugga, vottaða og 100% ekta merkjavöru beint í hendurnar. 

Hvernig fer þetta fram?

  1. Þú sendir beiðni um vöru sem þú ert að leita að.

  2. Við hefjum leitina með blöndu af sérfræðiþekkingu og tækni.

  3. Þú færð tilboð með öllum kostnaði: yfirleitt fleiri en eitt til að velja úr.

  4. Þú samþykkir tilboðið, greiðir það og við klárum málið.

  5. Varan er afhent, 100% ekta.
Fjársjóðsleit getur tekið mislangan tíma eftir því hversu sjaldgæfa vöru á að finna en við kappkostum okkur alltaf við að finna vöruna eins fljótt og hægt er!

Fyrir hvern er þjónustan?

Þjónustan hentar sérstaklega þeim sem:

  • hafa ekki tíma eða þekkingu til að leita sjálfir,

  • vilja sleppa áhættunni af millilandaviðskiptum,

  • vilja einfaldlega fá draumavöruna sína á auðveldan og öruggan hátt,

  • vilja versla af áreiðanlegu fyrirtæki sem þau treysta nú þegar.

Viðskiptavinir okkar eru yfirleitt vandvirkir kaupendur sem kunna að meta gæði, traust og sérsniðna þjónustu.

Af hverju Attikk?

Við erum fyrst á Íslandi til að bjóða upp á slíka sérhæfða þjónustu. Rétt eins og við erum elsta verslunin á Íslandi til að bjóða upp á vottaðar merkjavörur í endursölu. Með fjársjóðsleit tryggjum við þér ekki bara vöruna sem þú hefur lengi dreymt um – heldur einnig fullvissu um að hún sé ekta, í réttu ástandi og keypt með skýrum og heiðarlegum skilmálum.

✨ Ertu tilbúin/n að hefja leitina að þínum draumi? Sendu okkur beiðni í dag og við finnum hann fyrir þig




Share:

Verslun
Leita
Aðgangur
0
Óskalisti
0
Karfa
Innskráning