Verslun ATTIKK snýr aftur! 

Haustið 2024 skelltum við versluninni okkar á Laugavegi 90 í lás og færðum okkur alfarið á netið. Söknuðurinn hefur verið mikill. Að fá að hitta ykkur, spjalla, slúðra og veita persónulegri þjónustu en netverslun býður upp á. Við nýttum þennan tíma til að þróa nýjar þjónustur hjá Attikk sem verða aðgengilegar fljótlega, bæta í eigendahópinn okkar og rétta af rekstrarhalla í kjölfar leigukreppunnar. 

Við erum svo ótrúlega stolt, meyr og spennt fyrir því að opna aftur. Attikk hefur flutt sig í rólega og aðgengilega verslunarkjarnann Faxatorg. Hér erum við í alfaraleið, með nægt bílastæðaframboð og í hópi annarra góðra verslana. Það er opið hjá okkur 11:00-15:00 alla daga nema sunnudaga og mánudaga. Við getum ekki beðið eftir að taka á móti sem flestum. 

Viðskiptavinir okkar geta loksins bæði skoðað með eigin augum og mátað áður en þeir festa kaup á vörum í Attikk og seljendur geta komið við með nýjar vörur, sótt vörur og spjallað, hvenær sem er á opnunartíma - eins og vant var. 

Opnunartímar:
Þriðjudag - Laugardags
11:00 - 15:00

Sjáums í Faxatorgi, að Faxafeni 10 (2. hæð).