Verslaðu merkjavöru á afslætti Versla Núna

Frí sending í póstbox innan Íslands

Allar vörur eru vottaðar Ekta af sérfræðingum

Hentar opnunartíminn okkar illa fyrir þig?

by Alexander Laufdal on 01.ágú. 2025
Hentar opnunartíminn okkar illa fyrir þig?
Við í Attikk teyminu skiljum að ekki allir komast til okkar á hefðbundnum opnunartíma – og því bjóðum við nú nýjan möguleika fyrir okkar viðskiptavini. Til að byrja með verður einungis hægt að bóka einkatíma í versluninni á mánudögum milli kl. 12:00 og 20:00. Þá verður hægt að njóta rólegrar og persónulegrar þjónustu. Þetta er frábær lausn fyrir þá sem vinna lengi, eru með önnur dagleg skylduverk eða einfaldlega kjósa að versla í meiri næði.

Í þessum einkatíma færðu tækifæri til að skoða úrvalið í ró og næði, koma með vörur í sölu til okkar, fá persónulega aðstoð og ráðleggingar – hvort sem þú ert að leita að töskum, fatnaði eða fylgihlutum. Við leggjum okkur fram við að skapa notalega og afslappaða stemningu þar sem þú getur tekið þér tíma til að finna réttu töskuna eða fylgihlutina.

Tímapantanir eru einfaldar – þú smellir á þennan hlekk, https://calendar.app.google/xTwgJjUAJqY2eVpD7, og velur tíma sem hentar þér! Markmiðið er að gera verslunarupplifunina eins þægilega og aðgengilega og kostur er, alveg á þínum forsendum.

Við hlökkum til að taka á móti þér í Attikk – þegar þér hentar best!


Share:

Verslun
Leita
Aðgangur
0
Óskalisti
0
Karfa
Innskráning