Patent leður hreinsirinn frá Attikk er sérhannaður fyrir fullunnið háglans leður. Fjarlægir óhreinindi og bætir ljóma og birtu í leðrið. Aðstoðar við að hylja önnur ummerki og gera þau minna óberandi. Berið hreinsinn á klút, nuddið jafnt og varlega í leðrið og leyfið því að þorna alveg. Varist að efnið berist á húð, í munn eða augu. Eins er ráðlagt að prófa efnið á lítið áberandi stað til þess að varast óæskileg viðbrögð, sérstaklega ef leðrið er óþekkt, málað eða þess háttar. Hentar vel fyrir t.d. háglansleðrið í vinsælu Louboutin hælunum.
Mildi leðurhreinsirinn okkar er sérstaklega hannaður til að þrífa unnið leður. Hreinsar óhreinindi og aðstoðar við að fjarlægja bletti. Berið hreinsinn á klút, nuddið honum jafnt og varlega í allt leðrið og leyfið því að þorna alveg. Við mælum alltaf með að næra og/eða verja leðrið eftir hreinsimeðferð. Mildi leðurhreinsirinn okkar hentar vel fyrir viðkvæmt leður eins og t.d. lambaskinn! Varist að efnið berist á húð, í munn eða augu. Eins er ráðlagt að prófa efnið á lítið áberandi stað til þess að varast óæskileg viðbrögð, sérstaklega ef leðrið er óþekkt, málað eða þess háttar. Ath. að þessi hreinsir hentar ekki fyrir ómeðhöndlað leður eins og tíðkast helst í töskum frá Louis Vuitton. Vachetta hreinsirinn okkar er sérstaklega hannaður fyrir slíkt.
Geggjuð vintage Pochette taska frá Louis Vuitton í brúna Damier Ebene mynstrinu. Í töskunni er eitt rennt aðalhólf og stutt leðuról sem hægt er að krækja af og á.
Glænýtt hvítt leðurbelti frá Fendi. Beltið skartar Fendi O’Lock gull sylgju og er í stærð 40/100. Fallegt belti úr smiðju Fendi og er "made in Italy". Upprunalegur rykpoki fylgir með sem og merkimiði. Beltið er ónotað, en eigandi hefur látið búa til aukagöt, skoðið vel ástandslýsingu og myndir.
Lítil Louis Vuitton Recital taska í brúnu monogram mynstri með stuttri ól og rauðu rúskinni að innan. Hætt í framleiðslu.
Neon-græn hettupeysa frá Acne Studios með "brotnu" lógói að framanverðu. Peysan er glæný, enn með miða.
Dökkbláar gallabuxur frá Dsquared. Lágar í mitti í "washed denim" stíl; upplitað gallaefni. Örlítið "distressed" með smáum rifum víða. Klassískt rautt lógó í buxnaklauf og stórt leðurlógó á rassvasa.