Æðisleg ljósgræn Hobo taska frá Bottega Veneta úr lambaskinni. Leðrið er hálffléttað og skartar langri fléttu meðfram ramma töskunnar. Stórt rennt aðalhólf með einu gamaldals símahólfi og renndum smáhlutavasa. Rykpoki fylgir.
Pigalle Spikes hælaskór frá Christian Louboutin í svörtum lit með silfur lituðum ''spikes'' og rauðum botn.
Gucci Ace strigaskórnir eru úr hvítu leðri og þekkjast samstundis á einkennandi grænum og rauðum röndum. Smáatriðin við hælana eru í sitthvorum litnum og býflugurnar á hliðunum eru gylltar. Skórnir eru úr hvítu leðri og skarta smáum "bee" (býflugum) prentum á hliðunum, sem gefa þeim mjög einkennandi útlit. Skórnir eru enn til sölu hjá Gucci og kosta nýjir $890 án vsk/VAT sem er ca. 122.000 isk
Falleg og vegleg Cabas Tote taska frá Saint Laurent úr rauðu leðri. Rennt aðalhólf með tveimur opnum vösum og litlum renndum vasa. Leðuról fylgir sem hægt er að krækja í hliðar töskunnar. Lítil leðuról hangir á öðru handfanginu og hefur að geyma lyklakippuhring. Loks er stórt málmlógó að framanverðu í ól sem er smellt yfir töskuna.
Vintage Zucca Jacquard Tote taska frá Fendi sem er samanbrjótanleg í klassíska Tobacco brúna litnum. Taskan hefur eitt aðalhólf sem lokast með einni smellu fyrir miðju. Taskan er rúmgóð og hægt er að brjóta saman töskuna og minnka hana þannig að það fari minna fyrir henni.
Gucci belti með GG silfur sylgju og svörtu leðri og efni úr klassísku grænum og rauðum línunum. ATH ástand vel eins og við mælum alltaf með!
Lítil og nett Trousse Make up Pouch veski frá Louis Vuitton í Damier canvasnum með gylltum málmi. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf og með veskinu fylgir stutt ól sem er fjarlægjanleg. Taskan er frá árinu 2001.
Ómissandi Fendi peysa með FF mynstri. Peysan er svört og brún á litinn og er lengri að aftan heldur en framan.
Geggjaðir Call back hæla sandalar frá Louis Vuitton úr svörtu patent leðri með monogram ökklabandi með gylltri sylgju. Skórnir eru festir utan um ökklanm með monogram ökklabandinu og fer tvöfalt utan um ökklann og er stillt af með gylltri sylgju. Hællinn er svartur og sólarnir undir einnig. Með skónum fylgir kassi og rykpokar.
Louis Vuitton Manhattan axlartaska úr klassíska monograminu með gylltum málmi. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf sem inniheldur einn flatan vasa. Einnig er hægt að loka töskunni með ól fyrir miðju. Framan á töskunni eru tvennir flatir vasar sem lokast með flipum og læsast með smellum. Virkilega sæt taska frá Louis Vuitton sem maður sér ekki oft í endirsölu. Með töskunni fylgir LV verslunarpoki. Taskan er frá árinu 2005. ATH. ástand vel, eins og við mælum alltaf með.
Fendi Etonico zucca axlartaska í klassíska tóbakslitnum með antik burstuðum málmi. Taskan hefur eitt opið aðalhólf sem inniheldur einni flatan renndan vasa. Hægt er að loka töskunni með tveimur smellum sem og með ól með krækjum sem liggur sitthvoru meginn meðfram opinu. Taskan skartar skemmtilegum stjörnum áherslum á leðurhöldunum, og búið er að skera í leðrið FF loginu víða á leðrið.
Beige hvítkremuð GG Guccissima Abbey Tote axlartaska frá Gucci með gylltum málmi. Taskan er með eitt opið aðalhólf en fyrir miðju er smellu loki sem hálf lokar töskunni. Að innan er einn renndur flati vasi og einn minni vasi sem er ætlaður fyrir eldri týpur af farsímum. Framan á töskunni er gylltur hanki með grafið Gucci. Virkilega sæt taska sem ætti að rúma það allra helsta sem þú þarf með út í daginn.
Virkilega fallegir og klassískir hringlaga Chanel klemmueyrnalokkar með CC lógó og keðjudíteilum.
Geggjuð Louis Vuitton Damier Ebene Uzes taska með brúnu leðri og gylltum málmi. Taskan hefur eitt opið aðalhólf og að innan er einn flatur renndur vasi og símahólf fyrir gamlar týpur af símum. Að innan er takskan úr rúskinni sem er í ljós rauðu/appersínugulum lit. Framan á töskunni eru tvennir vasar sem lokast með belti og ól. Date kóðinn er til staðar en hefur afmáðst af með tímanum og er illa læsilegur en okkur sýnist taskan hafa verið framleidd árið árið 2004.
Louis Vuitton Damier Ebene Pariolo PM taska. Taskan lokast með segulloka og hefur eitt aðalhólf og tvo opin hólf inn í. Að innan er taskan gerð úr velúr eða rúskinni sem er appelsínugult á litinn. Taskan er framleidd árið 2004. Rykpoki fylgir.
Geggjuð svarblá taska frá Louis Vuitton Infini Empreinte Speedy með gylltum málm. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf, einn minni renndan vasa að innan. Auka ól fylgir með töskunni sem hægt er að fjarlæga. Upprunalegur rykpoki fylgir sem og lás og tvennir lyklar. Taskan er frá árinu 2012.
Hvítir monogram multicolour strigaskór frá Louis Vuitton með dökkbrúnum sólum í stærð 38,5. Skórnir eru úr hvítu leðri og hvítu monogrami sem skartar LV merkjunum í allskonar litum. Skórnir eru reimaðir upp að framan og hafa LV merkið aftan á hælum.
Ljóst Intrecciato Weave veski frá Bottega Veneta. Veskið er rennt og hefur svarsilfraðan málm. Að innan eru sér 8 kortahólf, tveir flatir vasar á hliðunum, tvö rúm hólf og rennt hólf fyrir miðju fyrir smápeninga. Veskið er úr klassíska Weave mynstrinu.
Klikkað falleg Cagole Neo hliðartaska frá Balenciaga í ljósu denim efni. Taskan er sjaldséð á endursölumarkaðnum. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf er á töskunni með tveimur auka hólfum, eitt rennt er að framan og eitt rennt í innvolsi. Fléttað handfang og glæsileg detail eru á töskunni, m.a. gimsteinar á málmkúlunum. Með töskunni fylgir hangandi spegill & veski sem hægt er að fjarlægja og upprunalegur rykpoki.
Sjald séð á endursölu markaðnum fallegur runway kjóll frá Fendi úr vor/sumar línunni 2022. Kjóllinn skartar prentuðu "paintbrush" framan á og er beige litaður á litinn. Kjóllinn er úr 100% silki og er í stærð IT 44. Á hliðunum er faldnir vasar.
Ljós bleik Tessuto axlartaska frá Prada með silfur og bleikum áherslum. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf sem rúmar flest allar stærðir af símum og meira til. Framan á töskunni er klassíska Prada málm þríhyrningurinn í silfri og bleikum litum. Virkilega sæt og nett taska frá Prada sem vert er að skoða.
Klassískt bi-fold veski frá Louis Vuitton í klassíska brúna monograminu. Veskið opnast bi-fold og hefur þrjú kortahólf, einn stærri flatan vasa, einn kortavasa með plasti t.d. fyrir ökuskírteini. Einnig er seðla hólf á hliðinni. Veskið er framleitt árið 2005.
Vintage Papillon frá Louis Vuitton í stærð 30 í Damier Ebene canvas. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf og hefur gylltar áherslur. Taskan er framleidd á árinu 2002. Hins vegar er kóðinn búin að afmáðst af, en í réttu ljósi er hægt að greina kóðann.