Eins og vanalega eigum við í Attikk von á frábæru úrvali af merkjavörum í sölu, í kvöld kl 20:00. Hér er smábrot af þeim töskum sem koma í sölu á vefnum í kvöld og munu bíða ykkar í verslun okkar á Laugavegi 90 á morgun.

Fyrst og fremst eru tvö eintök af klassísku Speedy töskunum frá Louis Vuitton á leiðinni í sölu. Önnur þeirra er af gerðinni Bandouliere 35 og hin er klassísk í stærð 30. Með báðum fylgir þó ól.

Louis Vuitton Speedy 35 Bandouliere
Louis Vuitton Speedy 35 Bandouliere
Speedy taskan var upphaflega hönnuð árið 1930 og sækir innblástur sinn í sígildu Keepall töskurnar, enda í raun smærri gerðin af þeirri týpu. Speedy 30 taska kostar ný og á núverandi gengi 1.550 USD í verslun Louis Vuitton, sem eru u.þ.b. 200.000 ISK. Í kvöld fæst taskan í Attikk á 115.990 ISK í góðu vintage ástandi. Speedy Bandouliere 35 kostar þá u.þ.b. 260.000 ISK ný og verður til sölu á 210.000 ISK í Attikk.

Louis Vuitton Speedy 30
Louis Vuitton Speedy 30


Þá næst má nefna geysivinsælu Neverfull MM töskuna frá Louis Vuitton í Damier Ebene lit. Umrædd taska er í stærðinni MM og er mest selda taskan frá merkinu í endursölu. Nýverið hefur Louis Vuitton ákveðið að hætta að selja þessa tösku "on demand" í verslunum sínum, þ.e. ekki er lengur hægt að versla hana beint af hillunni í verslunum þeirra. Af þeim sökum mun Neverfull Damier Ebene taskan verða sjaldgæfari með tímanum og jafnvel halda verðgildi sínu betur.

Louis Vuitton Neverfull Damier Ebene
Louis Vuitton Neverfull Damier Ebene


Uppáhald okkar í Attikk er þessi frábæra Prada Duffle taska sem er á leið í sölu í kvöld. Um er að ræða tösku úr klassíska Tessuto Nylon efninu þeirra með leður díteilum en taskan er einstaklega rúmgóð og hentar því vel í ferðalögin. Þessi tiltekna taska er hætt í framleiðslu í þeim stíl sem á myndinni sýnir.

Prada Duffle
Prada Duffle


Frá Prada eigum við einnig von á lítilli leður hliðartösku. Taskan er látlaus en vegleg og kostar undir 90.000 ISK.

Ekki láta þessar nýju vörur fram hjá þér fara enda er bara um að ræða smá brot af því sem er væntanlegt í Attikk. Sem dæmi má t.d. nefna að við eigum einnig von á Felicie og Alma frá Louis Vuitton ásamt dásemdar Fendi Mamma Baguette tösku. Kíktu á attikk.is kl 20:00 eða skráðu þig í áskrift til þess að versla á undan öllum öðrum!


LV Alma
LV Alma

Fendi
Fendi

Fendi
Fendi