“Ég sel merkjavörurnar mínar í Attikk afþví þetta er svo easy. Ég mæti með vöruna og fæ svo lagt inn á mig þegar hún selst. Ekkert kjaftæði.” -Herra Hnetusmjör
Herra Hnetusmjör selur merkjavörurnar sínar í Attikk af því það er svo easy. En hvað er svona easy? Hvernig virkar það að selja í Attikk?
- Þú getur mætt á Laugaveg 90 hvenær sem er á opnunartíma Attikk með merkjavörur sem þú vilt losa þig við. Vörurnar eru skráðar í kerfið okkar og söluskilmálar samþykktir (sjá skilmála hér) - þessi heimsókn þarf ekki að taka nema örfáar mínútur.
- Þú skilur vörurnar eftir hjá okkur og slakar á. Innan nokkurra virkra daga berst þér tölvupóstur með faglegu verðmati okkar og niðurstöðum úr vottun - þú veitir samþykki og vörurnar fara í sölu, bæði í glæsilegri verslun Attikk og í vefverslun (sjá vöruúrval hér).
- Þegar varan þín selst færð þú annan tölvupóst með beiðni um bankaupplýsingar og þegar þær liggja fyrir færð þú lagt inn á þig innan 2-3 virkra daga.
Þú þarft í raun ekki að sjá um neitt* nema að koma vörunni til okkar og stýra verðlagi í tölvupóstsamskiptum. Eins og Herra Hnetusmjör segir, þá er þetta svo easy. Ekkert kjaftæði.
*Eina tilfellið sem krefst þess að þú mætir aftur niður í verslun Attikk er til þess að sækja vörurnar á ný að loknu sölutímabili eða ef svo leiðinlega vill til að vara standist ekki vottun, enda tökum við aðeins við ekta vörum í sölu.
Farðu yfir merkjavörusafnið þitt og kíktu við næsta tækifæri. Gefðu vörunum nýtt líf og ættleiddu nýjar vörur í staðinn. Það er opið á Laugavegi 90 alla virka daga á milli 12-18 og á laugardögum á milli 12-16.
*Eina tilfellið sem krefst þess að þú mætir aftur niður í verslun Attikk er til þess að sækja vörurnar á ný að loknu sölutímabili eða ef svo leiðinlega vill til að vara standist ekki vottun, enda tökum við aðeins við ekta vörum í sölu.
Farðu yfir merkjavörusafnið þitt og kíktu við næsta tækifæri. Gefðu vörunum nýtt líf og ættleiddu nýjar vörur í staðinn. Það er opið á Laugavegi 90 alla virka daga á milli 12-18 og á laugardögum á milli 12-16.