Hvernig hugsar þú um Louis Vuitton töskuna þína?
Algeng spurning og henni fylgja oft algeng mistök. Við ætlum að upplýsa ykkur um ýmsar vinsælar “heimameðferðir” (e. home remedy) til þess að halda klassísku Louis Vuitton töskunni þinni fresh. Ath. þó að aðeins verður fjallað um meðhöndlun Vachetta leðurs og PVC Canvas efnisins. Þetta á því ekki við um Epi, Vernis eða exotic skins töskur frá Louis Vuitton. 

Eru Louis Vuitton töskur ekki úr leðri?
Louis Vuitton töskur eru almennt ekki úr leðri að öllu leyti. Canvas efnið (yfirleitt Monogram eða Damier) er t.a.m. ekki úr leðri heldur er um plasthúðað bómullarefni að ræða. Þá eru bönd og höldur þó yfirleitt úr óvernduðu kúaleðri (Vachetta) sem er mjög viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áreiti: 
  • Það dregur í sig alla bleytu sem getur skilið eftir sig dökka vatnsbletti
  • Húðfitan getur haft áhrif á litbrigði leðursins með tímanum
  • Sólarljós og almenn óhreinindi hafa einnig áhrif á lýti
Þetta er allt viljandi gert af framleiðanda. Vachetta leðrið á Louis Vuitton töskum á að “eldast” með tímanum og dökkna á fallegan hátt. 

Það getur komið fyrir að leðrið endi ójafnt að lit eða ófagurt og erum við með mögulega lausn fyrir þig*. Þótt ómögulegt sé að koma leðrinu í sitt upprunalega ljósa ástand, þá er mögulega hægt að þrífa það og jafna út dökka bletti. Í kjölfarið gæti þó rest leðursins dökknað örlítið með til þess að jafna út blettina.

Hvernig þrífur þú Vachetta leður?
Þetta er gert með blautþurrkum! Þú einfaldlega þrífur leðrið varlega með olíu-, alkóhól- og ilmefnalausum blautþurrkum með hringlaga hreyfingum - eða pínu rökum klút. Það er mikilvægt að þrífa leðrið jafnt og þétt en ekki einbeita sér aðeins á blettina. Við erum að tala um mjög létt þrif með blautþurrkum og pásum á milli umferða. 

Blettur á handfangi Louis Vuitton tösku
Hér má sjá blett á handfangi töskunnar áður en hann er þrifinn

Þrif á handfangi Louis Vuitton tösku
Hér er búið að nudda blettinn með vatnsblautri tusku.

Vel þrifið handfang Louis Vuitton tösku
Handfang töskunnar eftir þrif.


Hvað ber að varast?
  • Ef leðrið (Vachetta) er matte að sjá er líklegt að það hafi verið nýlega þrifið. Endurtekin þrif með stuttu millibili mun fara mjög illa með leðrið og ýta undir þurrk.  
  • Ekki einblína á einn hluta leðursins þegar þú ert að þrífa það. Farðu jafn yfir allt leðrið með blautþurrku og taktu þér 15 mínútna pásu á milli umferða.
  • Við mælum ekki með þessari aðferð fyrir illa farið leður eða leður sem er mjög þurrt, þrif geta gert ástandið illt verra.
  • Ef þú vilt nota einhverjar leðurvörur skaltu ganga úr skugga um að þær séu án sílikon og petroleum og prufa lítinn falinn hluta leðursins áður en þú berð efnið á allt leðrið.  

Hvernig þrífur þú Canvas efnið?
Meginefnið sem er að finna í Louis Vuitton töskum kallast Canvas og er yfirleitt í Monogram eða öðrum vinsælum mynstrum (t.d. Damier). Þessi hluti töskunnar eru úr PVC húðuðu efni og er því almennt mjög auðvelt að meðhöndla. Ath. að þó eru til týpur frá Louis Vuitton sem eru úr leðri að öllu leyti. 
Þú getur notað milt sápuvatn (mjög lítið af sápu) og klút til þess að þrífa canvasinn og nuddað bletti og önnur óhreinindi burt með mjúkum tannbursta ef þess þarf. 

Hvað ber að varast?
  • Ekki bera leðuráburð á Canvas hluta töskunnar! Þetta er algengur misskilningur en yfirleitt er ekki um leður að ræða. 
  • Varist sterk hreinsiefni. Canvas hluti töskunnar er PVC húðaður (úr plasti) og ætti ekki að þurfa grimma meðferð við hreinsun. 

Almenn ráð!
Auðvitað er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir skemmdir og lýti á Louis Vuitton töskum að fara almennt vel með þær. Við erum með nokkur auka ráð sem gætu falist sumum en komið að góðum notum.
  • Hvar og hvernig geymir þú töskurnar þínar?
    Við mælum alltaf með að geyma Louis Vuitton töskur í upprunalega rykpokanum (eða sambærilegum) og hangandi. Við mælum ekki með að töskur séu geymdar samanbrotnar til lengri tíma. Ef taska situr lengi í sólarljósi mun hún aflitast og leðrið þorna. Það er líka stranglega bannað að geyma Vachetta leður í plastpokum, það þarf að anda! 
  • Hvar leggur þú töskuna frá þér?
    Vachetta leður er algjörlega ómeðhöndlað kúaleður. Því mælum við ekki með að viðskiptavinir okkar leggi töskurnar sínar frá sér á gólfið, jörðina né á fitugt eldhúsborðið. 
  • Hvaða efni smita frá sér?
    Það kemur fyrir að litur smitast í leður eða canvas, þá aðallega ef taskan er ljós að lit (t.d. Damier Azur) og er mjög algengt að það gerist með gallaefni. Ef þú átt ljósa tösku, ekki nudda henni í gallajakkann eða geyma hana hjá gallabuxunum! Á þetta einnig við um töskur úr Epi eða Vernis leðri. 
  • Fyrirbyggjandi meðferð
    Það er langbest að fá fagmann til þess að bera verndandi efni á Vachetta leðrið (sílikon, lanolin og petroleum frítt!) til þess að koma í veg fyrir vatnsbletti. 


Skítugt handfang á Louis Vuitton tösku
Handfang á Louis Vuitton tösku fyrir þrif

LV Handfang
Sama handfang eftir þrif með vatnsblautum klút


*Attikk mælir með varkárni og áskilur sér ábyrgðarleysi gagnvart notendum aðferðanna.