“Quality over quantity”
Lúxus merki á borð við Louis Vuitton og Chanel eru heimsþekkt fyrir að framleiða hágæða handverk. Efnin eru úr hæsta gæðaflokki sem tryggir að taskan endist til margra ára, ef ekki áratuga. Á hinn bóginn er ekki ólíklegt að ódýr og fjöldaframleidd taska eyðileggist á innan við ár.  Er þá ekki betra að fjárfesta í einni endingargóðri og tímalausri tösku frekar en að vera sífellt að endurnýja ódýrar töskur á nokkurra mánaða fresti?

Sjálfbærni
Að velja sér forelskaða tösku þýðir að þú sért að taka skrefið og aðstoða við að minnka umhverfisáhrif. “Fast fashion” leiðir til aukins úrgangs og umhverfisrýrnunar.  Með því að fjárfesta í notaðri merkjavöru ertu að styrkja hringrásarkerfið og taka upplýsta og sjálfbæra ákvörðun í neysluhegðuninni þinni.

Tímalaus glæsileiki
Oftar en ekki státa lúxus töskur tímalausri hönnun sem aldrei falla úr tísku. Töskurnar passa yfirleitt við flest tilefni og árstíðir. Þótt að ódýr og fjöldaframleidd taska gæti verið töff og í tísku núna, er líklegt að hún þróist fljótt úr tísku.

Efnahagslegur ávinningur
Að kaupa lúxustösku á hálfvirði þess sem hún kostar ný er frábær díll. Töskur keyptar í endursölu halda oft vel í verðgildi sitt og sumar jafnvel hækka í verði - þá sérstaklega þær sem koma í takmörkuðu upplagi eða úr iconic línu. Þetta eru ekki bara kaup, heldur fjárfesting!

Siðferðilegar ástæður
Lúxus vörumerki hafa oft stranga siðferðilega staðla í framleiðsluferlum sínum. Með því að styðja við lúxus endursölumarkaðinn sleppir þú við siðferðislega ámælisverðum aðstæðum sem þekkjast í “fast fashion” bransanum.