Þú, (hér eftir „notandi“, „viðskiptavinur“, „kaupandi“) og Attikk ehf. kt. 450221 1630 (hér eftir Attikk), samþykkja eftirfarandi:

Skilmálar Attikk

Síðast uppfært: 16. september 2022

Almennt

Attikk selur notaða merkjavöru. Varan er annað hvort í eigu Attikk eða seld fyrir hönd þriðja aðila. Vörur eru seldar í gegnum heimasíðu Attikk á https://attikk.is eða í verslun Attikk. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Attikk annars vegar og kaupanda vöru hins vegar. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir við nýskráningu inná vef Attikk teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu. Með því að samþykkja skilmálana lýsir kaupandi því yfir að hann hafi lesið, skilið og samþykkt skilmálana í heild sinni.

Skilyrði fyrir notkun Attikk

Kaupandi ábyrgist að upplýsingar sem skráðar eru á Attikk sé alltaf réttar og varði hann sjálfan og samþykkir að veita núverandi, heilar og nákvæmar upplýsingar fyrir öll kaup sem gerðar eru á vefnum. Þar á meðal netfang, farsímanúmer, kortanúmer og gildistíma, svo að Attikk geti lokið viðskiptum og haft samband eftir þörfum. Það er á ábyrgð kaupanda að uppfæra upplýsingar um sig á vef Attikk ef þörf krefur. Kaupanda er einungis heimilt að nýta eigin greiðslukort og/eða kennitölu við kaup hjá Attikk.

Fyrirvari

Attikk áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillu. Attikk áskilur sér rétt til að hætta við pöntun komi í ljós að varan sé vitlaust verðmerkt, með ranga ástandslýsingu eða uppseld.

Ástand vöru

Allar vörur seldar hjá Attikk eru notaðar eða með fyrri eiganda. Vörur eru seldar eins og þær eru og mikilvægt að kaupandi kynni sér ástand vel áður en kaup eiga sér stað. Attikk ber ekki ábyrgð á skemmdum á vöru eða ótilgreindum galla sem kemur upp eftir kaup.

Sótt í verslun

Hægt er að sækja keypta vöru í Verslun Attikk á opnunartíma og kostar það 0 kr. Kaupandi fær skilaboð frá Attikk í netpósti eða sms þegar að varan er tilbúin til afhentingar.

Opnunartími Attikk
mánudag - föstudag: 12 - 18
laugardag: 12 - 16
sunnudag: lokað

Heimsending

Attikk nýtir þjónustu Sending.is, Póstsins og DHL fyrir heimsendingar og er verðlag heimsendingar og afhentingartími ákvarðaður af völdum sendingaraðila hverju sinni. Nýti kaupandi sér heimsendingarþjónustu Sending.is og samþykki skilmála þessa er kaupandi einnig að samþykkja viðkomandi sendingarfyrirtækis.

Pakkasendingar hjá Sending.is eru tryggðar að hámarki 30.000,- ISK, ekki er hægt að kaupa viðbótartryggingu. Pakkasendingar hjá Póstinum eru tryggðar upp að 22.500,- ISK en hægt er að kaupa viðbótartryggingu fyrir verðmæti innihalds upp að 3.000.000,- ISK. Velja þarf þessa tryggingu sérstaklega í kaupaferli til þess að virkja.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Attikk er umboðssala og leggur ríka skyldu á viðskiptavini að kanna ástand vörunnar áður en hún er keypt. Vörum í umboðssölu fæst hvorki skilað né skipt þegar þær eru verslaðar í verslun. Í vefverslun gildir að ef skemmd eða ástand vöru kom ekki fram í ástandslýsingu eða á myndum er hægt að skila vöru og fá endurgreitt sé varan enn með áfasta verðmerkingu frá Attikk og liðnir séu innan við 14 dagar frá kaupum. Eingöngu er hægt að fá endurgreitt inn á það kort sem að notað var við kaupin eða inneign hjá Attikk.

Trúnaður

Kaupanda er heitið fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum, nema svo beri skylda gagnvart lögum.

Gjafabréf

Gjafabréf Attikk sem keypt er á heimasíðu Attikk (attikk.is) gildir í 4 ár frá útgáfudegi. Eingöngu er hægt að afhenta gjafabréfið á farsímanúmer, netfang eða sækja i verslun Attikk. Gjafabréfið lútir gjafabréfaskilmálum YAY (yay.is).

Áskrift

Notandi getur skráð sig í áskrift að Attikk.is með því að velja áskriftarleið og skrá inn kortaupplýsingar. Verð áskriftar kemur fram og kemur fram ef það verð er breytilegt. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa að áskriftartíma loknum ef að notandi hefur ekki sagt áskriftinni upp fyrir þann tíma. Áskriftarverð getur breyst á áskriftartíma og fær notandi tilkynningu um slíkt ef það kemur upp.

Lög og varnarþing

Varðandi viðskipti við Attikk, sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli Attikk og viðskiptavinar skal mál vegna þess rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.