Síðast uppfært: 16. júní 2021
Undirrituð/undirritaður, (hér eftir „seljandi“) og Attikk ehf., Laugavegi 168, 105 Reykjavík, kt. 450221 1630 (hér eftir Attikk), samþykkja eftirfarandi:

Söluskilmálar

Almennt

Attikk selur notaða og nýja merkjavöru. Varan er annað hvort í eigu Attikk, seld fyrir hönd þriðja aðila eða seld fyrir hönd seljanda. Vörur Attikk eru seldar í gegnum heimasíðu Attikk á https://attikk.is eða í verslun Attikk að Laugavegi 168, 105 Reykjavík. Attikk hefur fullan rétt til þess að nýta myndir og/eða upplýsingar um vörur í kynningarefni, markaðssetningu eða greinar óháð því hvort varan er tekin til sölu eður ei.

Sanngildisvottun

Allar vörur sem Attikk tekur við frá seljanda þurfa að gangast undir sanngildisvottun. Attikk tekur eingöngu í sölu þær vörur sem að standast sanngildisvottun.

Attikk framkvæmir sanngildisvottun á vörum seljanda eða nýtir þjónustu sérfræðinga við sanngildisvottun og verðmat. Attikk skal hafa lokið sanngildisvottun vöru innan við 4 virkum dögum frá afhendingu seljanda.

Sanngildisvottun hjá Attikk kostar 2.995,- ISK með VSK. Ef Attikk tekur viðkomandi vöru í sölu að beiðni seljanda er veittur 50% afsláttur af sanngildisvottun eða 1.497,- með VSK. Ef vara seljanda stenst ekki sanngildisvottun samþykkir seljandi að greiða fullt verð fyrir vottunina. Attikk tekur ekki við vörum í sölu sem standast ekki sanngildisvottun. Kvittun fyrir kaupum seljanda eða vottorð frá óþekktum aðila er ekki tekið gilt sem sanngildisvottun.

Seljandi skal greiða Attikk fyrir sanngildisvottun þegar að Attikk gerir vöru upp við seljanda eða þegar Attikk afhentir seljanda aftur vöruna.

Tímamörk

Ákveði seljandi að selja vöru sína samkvæmt skilmálum þessum samþykkir hann að hafa vöruna í sölu í að minnsta kosti 30 daga frá lokum niðurstöðu sanngildisvottunar. Hafi vara seljanda ekki selst hjá Attikk eftir 90 daga frá lokum sanngildisvottunar getur Attikk óskað eftir því að varan sé tekin úr sölu og að seljandi sæki vöruna. Hafi seljandi fengið fyrirframgreitt fyrir vöru samkvæmt sölumódeli A eða B þarf seljandi að endurgreiða Attikk viðkomandi upphæð að fullu áður en hægt er að afhenta seljanda vöruna aftur.

Seljandi samþykkir að selja ekki þriðja aðila vörurnar með öðrum leiðum á meðan varan er í sölu hjá Attikk.

Öryggi

Attikk passar uppá öryggi vöru seljanda. Attikk keyrir hágæða myndavélakerfi til þess að tryggja stöðugt eftirlit með vöru seljanda. Attikk keyrir innbrotakerfi frá viðurkenndum aðila og öryggishlið til þess að vara við þjófnaði. Attikk tryggir vöru seljanda gegn ráni við innbrot eða vopnað rán, vegna vatnsskemmda eða bruna.


Vörur

Attikk áskilur sér rétt til þess að hafna vöru í sölu hjá Attikk. Ef Attikk hafnar vöru þarf ekki að greiða fyrir sanngildisvottun óháð því hvort henni var lokið eður ei.

Attikk tók á móti eftirfarandi vörum seljanda í viðkomandi ástandi:

Listi yfir vörur og ástand þeirra

Greiðsla til seljanda

Seljandi velur hvernig hann vill fá greitt fyrir vöruna í umboðssölu Attikk.

Módel A: Seljandi fær greitt með millifærslu 60% af verðmati vörunnar innan við 2 virka daga frá því að sanngildisvottun lýkur og seljandi samþykkir verðmat. Athugið að í einhverjum tilvikum gæti Attikk ekki verið tilbúið til þess að taka við vöru í módeli A og getur seljandi þá valið að fá greitt fyrir vöruna miðað við Módel B eða C.

Módel B: Seljandi fær greitt sem inneign hjá Attikk 70% af verðmati vörunnar innan við 1 virkan dag frá því að sanngildisvottun lýkur og seljandi samþykkir verðmat.

Módel C: Seljandi fær greitt með millifærslu 80% af verðmati vörunnar innan við 2 virka daga. frá því að varan er seld.

Þegar að Attikk hefur lokið sanngildisvottun vöru fær seljandi send skilaboð frá Attikk með verðmati fyrir viðkomandi vörur. Þar kemur einnig fram ef að Attikk er ekki tilbúið til þess að taka á móti vöru miðað við módel A eða B.