Louis Vuitton er eitt vinsælasta lúxus vörumerkið á markaðnum í dag og getur því verið nytsamlegt að kynna sér hvernig lesa megi í svokallaða framleiðslukóða (e. date codes). Þessa kóða eru að finna á flestum vörum frá Louis Vuitton, a.m.k. á öllum töskum og veskjum sem framleidd eru á tímabilinu 1980-2021. 

Við hjá Attikk viljum þó árétta að við höfum margoft fengið góðar eftirlíkingar á borð til okkar sem innihalda þessa framleiðslukóða og því er ekki hægt að tryggja það að vara sé ekta þrátt fyrir að kóðinn sé til staðar. Best er að koma með vöruna í vottun til okkar á Laugavegi 168 til þess ganga úr skugga um sanngildi vörunnar. Þessi grein er almennt ætluð sem skemmtilegur og nytsamlegur fróðleikur ef þú vilt vita meira um þína Louis Vuitton vöru.

Mikilvægt er fyrst að gera sér grein fyrir því að form kóðanna er breytilegt eftir tímabili. 

  • Töskur framleiddar á tímabilinu 2007-2021: XX1212
    Kóðar innihalda tvo bókstafi og fjóra tölustafi. Þessa kóða má lesa þannig að bókstafirnir merkja framleiðslustað (sjá töflu XX), annar og fjórði tölustafurinn merkja framleiðsluárið en fyrsti og þriðji tölustafurinn merkja þá viku ársins. Dæmi: AR1007 = framleidd á 10. viku, ársins 2007 í Frakklandi. 
  • Töskur framleiddar á tímabilinu 1990-2006: XX1212
    Kóðar eru í sama formi og greint er frá að ofan; tveir bókstafir og fjórir tölustafir. Bókstafirnir merkja það sama, framleiðslustað (sjá töflu XX) og annar og fjórði tölustafurinn merkja framleiðsluárið. Fyrsti og þriðji tölustafurinn merkja hins vegar mánuð þess árs. Dæmi: AR1006 = framleidd í október 2006 í Frakklandi.
  • Töskur framleiddar á tímabilinu ca. 1985-1989: XX112 / XX1122
    Kóðar innihalda tvo bókstafi og þrjá til fjóra tölustafi - breytilegt hvort tölur eða bókstafir komi á undan. Eins og alltaf þá merkja bókstafirnir framleiðslustaðinn (sjá töflu XX). Fyrstu tveir tölustafirnir merkja alltaf framleiðsluárið og rest tölustafanna merkja mánuð þess árs. AR072 og AR0712 eru þá báðir kóðar frá árinu 2007 en önnur varan er framleidd í febrúar og hin í desember. 
  • Töskur framleiddar á tímabilinu ca. 1980-1984: 112 / 1122
    Kóðar innihalda enga bókstafi og eru einungis þrír eða fjórir tölustafir. Kóðar frá þessum tíma geta því ekkert sagt okkur um framleiðslustað en fyrstu tveir tölustafirnir merkja framleiðsluárið og rest tölustafanna merkja mánuð þess árs. Dæmi: 822 = framleidd í febrúar árið 1982
Við athugun á töskum framleiddum fyrir árið 1980 þarf að styðjast við önnur hjálpleg atriði sem finna má á vörunni sem geta gefið til kynna hvaðan eða frá hvaða tímabili taskan er. 

Vörur framleiddar frá og með marsmánuði 2021 innihalda nú örflögur sem hægt er að lesa ýmsar upplýsingar úr með nýjustu tækni. Þessar örflögur komu alfarið í stað framleiðslukóðanna og er ekki búist við því að þeir snúi aftur.


Tafla XX

Bókstafir í framleiðslukóðunum gefa til kynna á hvaða verkstæði varan var framleidd. Hér að neðan er hægt að sjá hvaða verkstæði eru að finna í hvaða löndum.

  • Sviss: DI, FA
  • Þýskaland: LP, OL
  • Bandaríkin: FC, FH*, FL*, LA*, OS, SD*, TX
  • Spánn: BC*, CA, LO, LB, LM*, LW, GI, UB
  • Ítalía: BC*, BO, CE, FH*, FO, FP, MA, NZ, OB, PL, RC, RE, SA*, TB, TD
  • Frakkland: (A0, A1, A2, A3, AAS), AA, AH, AN, AR, AS, BA, BJ, BU, CO, CT, CX, DR, DT, DU, ET, FL*, LA*, LM*, LW, MB, MI, ML, MM, NO, RA, RI, SA*, SD*, SF, SK SL, SN, SP, SR, TA, TH, TJ, TN, TR, TS, TY, VI, VX 
  • Annað: Ef innvolsi/fóðringu tösku hefur verið skipt út á Louis Vuitton verkstæði er töskunni gefin nýr kóði, merktum “DK”
* bókstafir geta merkt tvo eða fleiri mismunandi framleiðslulönd.
() undantekningar frá hefðbundnu formi.


Vottun hjá Attikk kostar 2.995 ISK fyrir hverja vöru og getur það tekið 5-15 mínútur að fá niðurstöðu á klassískum töskum frá helstu merkjunum, m.a. Louis Vuitton. Aðrar vörur geta tekið allt að 2 virka daga til að votta (4 virkir dagar með verðmati). Þú færð 50% afslátt af vottuninni ef þú ákveður síðan að selja vöruna í verslun Attikk!