Hvernig virkar að selja
Merkjavörur hjá Attikk

Hvernig virkar að selja vörur hjá Attikk

Hvernig virkar Attikk

Hjá Attikk getur þú selt merkjavöruna þína, verið viss um að varan þín sé meðhöndluð af þeirri varfærni sem hún á skilið og að þú sért að fá besta mögulega verð sem markaðurinn bíður uppá hverju sinni.

Þú mætir með merkjavöruna þína niður í Attikk, Laugavegi 90, þar sem að varan er sanngildisvottuð, ástandsskoðuð og verðmetin. Í framhaldinu getur þú fengið greitt allt að 80% af söluandvirði vörunnar.

Við tökum ekki við skemmdum vörum og mælum með því að þú mætir með vöruna þína hreina og helst pressaða/straujaða ef við á. Við erum einungis að taka við söluvænlegustu vörunum.1. Sanngildisvottun

Þú mætir með vöruna þína til Attikk á Laugaveg 90.

Þegar þú mætir með vöruna þína til okkar er hún strax sett í ferli fyrir sanngildisvottun. Attikk nýtir þjónustu sérfræðinga fyrir hvert vörumerki til þess að sanngildisvotta (e. authenticate) allar vörur áður en þær fara í sölu. Sanngildisvottun tekur yfirleitt innan við einn virkan dag en getur tekið allt að 2 virka daga. Sanngildisvottun ein og sér kostar 3.995,- nema að varan sé seld hjá Attikk, sjá nánar verðskrá.

2. Ástandsskoðun og verðmat

Verðmat sem þú samþykkir eða hafnar.

Þegar að varan þín hefur lokið sanngildisvottun og fengið grænt ljós fer hún í gegnum ástandsskoðun og verðmat. Starfmaður Attikk sendir þér í kjölfarið tölvupóst þar sem að verðmatið er borið undir þig og þú samþykkir eða hafnar.

3. Greiðslumódel

Þú velur hvernig þú vilt fá greitt fyrir vöruna þína.

Attikk býður uppá þrjú mismunandi greiðslumódel sem þú getur valið úr. Attikk tekur mismunandi þóknun eftir því hvaða módel þú velur.

  • Módel A: Þú færð fyrirframgreitt með millifærslu 60% af verðmati vörunnar innan við 2 virka daga frá því að sanngildisvottun lýkur og þú samþykkir verðmat. Athugið að í einhverjum tilvikum gæti Attikk ekki verið tilbúið til þess að taka við vöru í módeli A og getur þú þá valið að fá greitt fyrir vöruna miðað við Módel B eða C.
  • Módel B: Þú færð fyrirframgreitt sem inneign í Attikk 70% af verðmati vörunnar innan við 1 virkan dag frá því að sanngildisvottun lýkur og þú samþykkir verðmat.
  • Módel C: Þú færð greitt með millifærslu 80% af verðmati vörunnar innan við 2 virka daga frá því að varan er seld.
Frekari upplýsingar um söluferli Attikk má finna í söluskilmálum Attikk og inná Algengar spurningar