Vitello Cruise veski með upphleyptu F monogrami í klassíska brúna tóbakslitnum og gulu leðri með silfur F logi. Veskið opnast og lokast eins og umslag og læsist með smellu. Veskið skiptist í þrjú hólf fyrir miðju er renndur vasi og sitthvoru megin við eru ýmist kortahólf og flatir vasar.
Sætir sandalar frá Gucci í fallegum ljós bleikum lit með perlu ''GG'' mynstri á hliðunum.
Falleg sólgleraugu frá Gucci í svörtum lit með gylltu ''GG'' lógó á hliðunum. Upprunalegt box fylgir með.
Glæsileg kápa frá Burberry í kremlituðum lit með prjónamynstur að aftan, en að framan í loð áferð. Nokkrar brúnar tölur eru á kápunni en krókar að innan til að loka kápunni.
Silfur metallic Platform skór frá Gucci með oddhvassri tá. Á skónum eru skemmtilegar áherslur ólar með steinum. Það fylgja með tveir rauðir Gucci rykpokar.
Grá aðsniðin ullarkápa frá Burberry með ekta loðfeldi á hettunni. Kápan er rennd upp að framan en rennilásinn er falinn. Framan á kápunni eru fjórar svartar leðurfestingar. Tvennir vasar eru að framan. 100% ull
Æðisleg Multipli Cité taska frá Louis Vuitton með gylltum málmi. Taskan er úr klassíska monograminu og hefur eitt rennt aðalhólf. Að innan eru tveir opnir vasar og einn krókur. Tveir vasar eru framan á töskunni sem lokast með segulloka. Á vinstri hlið töskunnar er einnig minni vasi sem lokast með segulloka. Stillanlegar höldur eru á töskunni. Taskan er frá árinu 2003. H27 x L36 W11cm
Truflað flottur Shearling jakki úr samstarfi Gucci og The North Face frá 2021. Jakkinn er renndur að framan, með vösum beggja vegna og skartar bæði klassíska GG mynstrinu og The North Face // Gucci lógó. Með jakkanum fylgir upprunalegur upphengjanlegur rykpoki. Algjör safngripur!
Glæsileg hliðartaska frá Louis Vuitton. Taskan er í brúna Monogram canvasinum með gylltum málm. Þrjú hólf eru á töskunni, eitt gott aðalhólf með einu opnu hólfi og eitt auka opið hólf að framan. Stillanleg ól og framleidd árið 2005. Upprunalegur rykpoki fylgir. H19 x L25 x W7cm
Falleg hliðartaska frá Louis Vuitton í klassíska brúna Monogram canvas með ljósu leðri og gylltum málm. Eitt rennt aðalhólf er á töskunni með tveimur auka opnum hólfum, eitt í innvolsi og eitt að framan. Stillanleg ól og var framleidd árið 2003. Upprunalegur rykpoki fylgir. H19 x L24 x W7cm
Hentug snyrtitaska frá Chanel í svörtu eftirsótta quilted lambaleðri. Eitt rennt aðalhólf er á töskunni með einu auka renndu hólfi og teygjum í innvolsi. Framleidd árið 1986 - 1988.
Lítið og nett korta- og peninga veski í hvítum Damier Azur lit með gylltum málmi. Veskið er frá árinu 2019. Með veskinu fylgir rykpoki.
Rúmgóð Saleya taska frá Louis Vuitton í Damier Azur Canvas lit. Taskan er mjög hentug fyrir hversdagslegu hlutina og hefur eitt stór aðalhólf sem lokast með reinnilási. Auk þess eru tveir minni opnir vasar sem og krókur til að krækja lyklakippu í. Alltur málmur er gylltur á litinn. Taskan er frá árinu 2007. Vottorð fylgir útprentað með töskunni.
Klikkað sæt mini axlartaska úr ekta minkafeldi frá Prada. Taskan hefur eitt aðalhólf sem lokast með segulloka og að innan er einn flatur vasi sem hægt er að renna. 25 x 15 x 8cm
Töff belti frá Prada í svörtum lit með silfur sylgju. Upprunalegur kassi og rykpoki fylgir með. 175 cm (68,9)
Skemmtilegt skyggni (Visor) frá Burberry í Nova Check mynstrinu.
Falleg, eftirsótt vintage Lady hliðartaska frá Christian Dior úr cannage/vatteruðu canvas. Þessi glæsilegi demantur hefur eitt opið aðalhólf sem opnast með smellu og einn renndan innri vasa. Á hliðinni er hangandi gylltur Dior charm/kippa.
Hrikalega krúttleg Girly Boston taska frá Dior. Taskan er hvít og bleik á litinn í Dior monogram mynstrinu með sætum blómum og skrauti. Eitt aðalhólf er á henni og eitt rennt hólf í innvolsi. - Ath. ástand.
Svört oversized sólgleraugu frá Gucci í svartri umgjörð með gylltu ''GG'' mynstri á hliðunum.
Vintage Top Handle taska frá Christian Dior í svörtu cannage/vetteruðu efni og Patent leður handfangi. Eitt aðalhólf er á töskunni og tvö auka hólf í innvolsi.
Nettir og stílhreinir hvítir strigaskór frá Celine úr kálfaleðri með dökkbláum línum á hliðunum og látlausu lógó á tungunni. Skórnir kosta nýjir um $850 hjá Celine, þ.e. um 115.000 isk á núverandi kortagengi. Upprunlaegir rykpokar fylgja.
Svört 'BlackSuit' sólgleraugu með kringlóttri umgjörð og silfuráherslum og dökkur gleri. Með sólgleraugunum fylgir upprunalegt hulstur og klútur.
Gucci Horsebit 1955 taska í beige supreme canvas með brúnu leðri og gylltum málmi. Framan á töskunni er klassíska Horsebit táknið. Taskan lokast með flipa og segulloka sem fer undir horsebit merkið. Taskan hefur eitt aðalhólf og eitt flatt hólf. Í stærra hólfinu er einn flatur vasi með rennilás og í flata vasanum er minni flatur vasi. Á töskunni er áföst ól sem er stillanleg. Enginn rykpoki fylgir töskunni, né kassi. Eins taska hjá Gucci kostar í dag $ 3,150 án VSK.
Fölbleik Joy Boston Microguccissima taska frá Gucci með gylltum áherslum. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf, í innvolsi í hliðunum eru tveir opnir flatir vasar og einn stærri flatur vasi sem hægt er að renna. Kálfaskinn leður. Á töskunni eru tvenn handföng en með töskunni fylgir stillanleg ól sem festist við handfanga festingarnar. Þessar týpur voru framleiddar á árunum 2016-2023. Með töskunni fylgir rykpoki.