Vottaðar töskur frá lúxusmerkjum eins og Louis Vuitton, Gucci, Chanel, Fendi og mörgum fleirum. Töskurnar hafa verið vottaðar af sérfræðingum og eru verðmetnar miðað við núverandi markaðsgengi útfrá ástandi. Hjá Attikk finnur þú þína drauma tösku!
Glæsileg taska frá Louis Vuitton í Damier Geant Citadin gerðinni. Leður áherslur í í dökkbrúnum lit og málmar silfurlitaðir. Bæði að framan og aftan á töskunni stendur "Louis Vuitton Paris". Taskan er svört á litinn og hefur 1 rennt aðalhólf og tvö auka opin hólf að innan. Rennt hólf framan á töskunni og opið hólf aftan á. Taskan er frá árinu 2006. Stillanleg ól.
Hrikalega töff neon græn Le Cagole hliðartaska frá Balenciaga í minnstu stærðinni. Eitt rennt aðalhólf er á töskunni og stillanleg ól. Einnig er fjarlægjanlegt veski og spegill að framan. Upprunalegur rykpoki fylgir með.
Glæsileg Wallet On Chain frá Chanel með ská vatteruðu (e. Diagonal Quilted) leðri. Veskið opnast með smellu að framan og þar eru ýmis hólf svo sem eitt flatt, rennt, stórt hólf, rúmgott hólf með sex hólfum fyrir greiðslukort, rúmgott rennt hólf og annað flatt hólf sem er frekar rúmgott. Allir málmar eru gull tónaðir. Ólin er fléttuð úr gylltri málm keðju og leðri í sama vínrauða lit og veskið er, þó ólin sé ekki fjarlægjanleg þá er hægt að smeygja henni ofan í eitt af hólfunum. Því er hægt að bera veskið á ýmsa vegu sma hvort það sé í hendi, á öxl eða þvert yfir líkamann (e. crossbody). Með veskinu fylgir upprunalegi rykpokinn og upprunakort frá Chanel. Veskið var framleitt á árunum 2016-2017.
Gullfalleg Alma taska frá Louis Vuitton í stæðinni BB. Taskan er í fallegu appelsínugulu epi leðri en epi leðrið er kúaleður sem gerir töskuna mjög endingargóða. Taskan opnast með tvöföldum rennilás að ofan, inn í töskunni er eitt rúmgott hólf ásamt auka flötum vasa. Tvö handfönd eru á töskunni ásamt fjarlægjanlegri leðuról svo hægt væri að bera töskunni á öxl eða á ská yfir líkamann (e. crossbody). Málmarnir á töskunni eru silfurlitaðir. Með töskunni fylgir lás, í upprunalegum rykpoka og einn lykill, upprunalegur rykpoki fyrir töskuna og upprunalegur kassi. Taskan var framleidd í 15. viku ársins 2013 í Frakklandi.
Tom Ford tote taska úr slitsterku brúnu canvas efni með svörtum leðurumgjörðum og botni. Með töskunni fylgir stillanleg og fjarlægjanleg ól, en á töskunni eru tvö löng leður handföng. Að innan er rúmgott aðalhólf sem hægt er að renna sem inniheldur einn minni vasi sem hentar vel fyrir smáhluti. Að framan er stendur Tom Ford á svörtu leðri. Taskan hentar jafnt í vinnu, daglega notkun eða sem ferðataska.
Geggjað Dior Oblique veski, eða taska úr klassíska „Oblique“ mynstrinu frá Dior. Á töskunni er handfang sem getur farið utan um úlnliðinn, þannig að það er auðvelt að bera hana á hendi. Taskan er úr slitsterku efni með dökku leðri og silfur málmi. Að framan er flatur rennilásavasi, og að innan er rúmgott aðalhólf með skipulögðum kortahólfum og auka vasa.
Balenciaga Neo Classic City í "All Black". Taskan sameinar klassíska hönnun með skýrari línum, uppfærðu leðri og smáatriðum sem gerir töskuna praktíska í daglegri notkun. Framan á töskunni er stendur 'Balenciaga'. Taskan er úr svörtu leðri sem er slitsterkt og heldur sér vel. Að framan er rennilásavasi með áberandi smáatriðum, og innvolsið er rúmgott með rennilásavasa og auka vasa. Taskan er með tvö sterk handföng og á töskunni eru sér hankar fyrir ól, en því miður fylgir engin ól með.
Einstök gulltóna Boy hliðartaska frá Chanel. Taskan er gerð úr lambaleðri og er með eftirsótta ísaumaða demants mynstrið (e. quilted). Stillanleg keðju og leðuról, bæði hægt að hafa hana einfalda og tvöfalda. Bæði keðjan og aðrir málmar eru í gylltum tón. Eitt af helstu einkennum Boy taskanna frá Chanel er hvernig taskan lokast að framan þar sem er þrýst saman beggja vegna við CC lógóið. Eitt rúmgott hólf og auka flatt opið hólf að innan. Framleidd árið 2014. Upprunalegur kassi, rykpoki, upprunakort og bæklingur fylgir með.
Ótrúlega falleg og sívinsæl quilted Single Flap hliðartaska frá Chanel í stærðinni medium. Taskan er gerð úr svörtu lamba leðri og innvolsið úr rauðu leðri. Innan í töskunni er flatur rendur vasi. Taskan var framleidd á árunum 1997-1999. Upprunakort og bæklingur fylgir með.
Svört Jeune Fille taska frá Louis Vuitton úr svörtu Epi leðri. Taskan opnast að ofan með gylltum rennilás. Eitt aðalhólf með einn flatan vasa sem lokast með rennilás. Framan á töskunni er flatur vasi sem lokast með flipa og læsist með ól og sylgju. Aftan á er opinn flatur vasi. Á töskunni er áföst stillanleg crossbody ól. Taskan er frá árinu 2009. Athugið ástand eins og alltaf!
Gullfalleg Up In The Air hliðartaska frá Chanel í svörtu leðri með silfur málm. Eitt aðalhólf er á töskunni með tveimur auka hólfum, eitt rennt í innvolsi og eitt opið að framan. Með töskunni fylgir skipulagshólf með nokkrum hólfum. Taskan var framleidd í kringum 2012 - 2013 og er ótrúlega hentug en stílleg!
Glæsileg Vavin taska í stærð PM frá Louis Vuitton. Taskan er í brúna monogram canvasinum með gylltum málm og ljósu vachetta leðri. Eitt opið aðalhólf með nokkrum auka hólfum ofan í, eitt rennt, eitt smellt og þrjú opin.
Skemmtileg taska frá Gucci í mintu bláum lit með silfur málm. Eitt rennt aðalhólf er á töskunni með tveimur kortahólfum ofan í.
Æðisleg bucket taska í stærð GM frá Louis Vuitton. Taskan er í brúna monogram canvasinum með gylltum málm. Eitt stórt, opið aðalhólf með tveimur auka hólfum, eitt rennt og eitt opið. Með töskunni fylgir veski sem hægt er að krækja í innvolsið. Framleidd árið 2001.
Skemmtileg Alma Horizontal taska frá Louis Vuitton í bleiku Mini Lin mynstrinu með gylltum málm. Taskan opnast með rennilás og er eitt lang aðalhólf á henni með einu auka renndu hólfi. Framleidd árið 2001.
Töff Montaigne taska frá Louis Vuitton í stærð GM. Taskan er í hvítu Epi leðri með silfur málm, eitt rennt aðalhólf er á henni sem opnast með smellu og eru þrjú auka hólf, tvö í innvolsi og eitt að aftan. Með töskunni fylgja lyklar og lás.
Æðislega vönduð Mount Chain Envelope taska í litnum Almond Gold. Taskan er úr lambaskinni og skartar gylltum málmi. Með töskunni fylgir upprunalegur rykpoki og upplýsingakort. Taskan er alveg ónotuð og er tilvalin gjöf! Taskan kostar ný $3.700 eða um 460.000 isk á núverandi kortagengi.
Æðisleg og eftirstótt Chain Pouch taska frá Bottega Veneta úr fallegu brúnu kálfaleðri. Taskan skartar gylltri málmkeðju sem ól, sem hægt er að krækja af/á. Taskan kostar ný $4.100 eða eða um 500.000 isk á núverandi kortagengi. Upprunalegur rykpoki fylgir.
Ótrúlega falleg og klassísk Jackie hobo axlartaska frá Gucci í ljósu taui með svörtum leðurkanti og silfurlituðum málmi. Líkleg árgerð ca. 1998–2004. Aðalhólfið er rúmgott með rennilásvasa í innvolsi. Lokast með einkennandi Jackie lock læsingunni að framan.
Ótrúlega falleg tote taska frá Celine í svörtu lambaleðri og silfur málm. Eitt stórt aðalhólf er á töskunni með einu auka hólfi. Á hliðunum eru fjórir rennilásar, sem hægt er að renna niður og stækka aðalhólfið. Upprunalegur rykpoki fylgir með.
Louis Vuitton tölvu/skjala hulstur. Þunn og stílhreint hulstur sem lokast með rennilás og hentar fullkomlega fyrir skjöl, spjaldtölvur eða fartölvu. Hulstrið er framleitt árið 1994.
Chloé Marcie hliðartaska í litnum Motty Grey (brúngráleitur litur) með gylltum málmi. Marcie línan frá Chloé er ein sú vinsælasta með handsaumuðum skreytingum að framan. Taskan opnast með flipa og hefur eitt aðalhólf og einn minni flatan vasa. Með töskunni fylgir rykpoki.
Vintage Crécy taska frá Céline úr svörtu patent leðri og gylltum málmi. Á töskunni er áföst ól sem er stillanleg. Taskan opnast með flipa og læsist með smellu. Taskan skiptist í þrjú aðalhólf. Einn renndur flatur vasi innst og tveir opnir vasar í miðju hólfinu. Virkilega sæt hentug vintage taska. Með töskunni fylgir rykpoki, ekki upprunalegur.
Ljós og flott Balenciaga Signature tote taska í miðlungs stærð úr slitsterku brúnu PVC efnu með leðuráferð. Taskan er framleidd á Ítalíu og er endingargóð og stílhrein. Hún er með tveimur leðurhandföngum og hefur eitt opið aðalhólf. Að innan er tau fóður með einu auka renndu hólfi á hliðinni.