Franska tískuhúsið Chanel er eitt af stærri lúxus merkjum í heimi. Chanel var stofnað árið 1910 af Coco Chanel. Töskurnar frá Chanel eru einstaklega vinsælar og hækka margar þeirra í verði eftir því sem þær verða eldri.
Glæsilegir strigaskór frá Chanel í svörtum lit með ''Chanel'' lógó að aftan, ''CC'' á hliðum og glærum botn.
Þessi klassíska sem hækkar og hækkar í verði en er alltaf jafn eftirsótt. Chane Classic Double Flap taska í stærðinni Small. Fullkomin samkvæmistaska frá "gullna tímabilinu" hjá Chanel. - taskan er frá árunum 2004-2005 þegar gullhúðun var ennþá staðalbúnaður í þessum töskum. Gerð úr svörtu og slitsterku, vatteruðu Caviar kálfaleðri. Með töskunni kemur upprunalegur rykpoki. Taskan kostar ný hjá Chanel $ 10,900 eða um 1.370.000 kr á núverandi kortagengi.
Fallegur sundboldur frá Chanel í bleikum, bláum og hvítum lit. Hliðarnar eru með opum og þar á milli er fallegt ''CC'' kristalla lógó. Frá 2022 Collection eftir Virginie Viard.
Einstök og falleg Chevron Gabrielle hobo taska frá Chanel í ótrúlega flottum metallic grænum lit með bæði silfur og gylltum málm. Eitt rennt aðalhólf með þremur auka hólfum, eitt rennt og tvö opin. Taskan var framleidd árið 2019 og fylgir bæði upprunalegur kassi og kort
Glæsilegir, stíllegir hælaskór frá Chanel í bæði svörtum og kremlituðum lit. Upprunalegt box fylgir.
Ótrúlega fallegir skór með láum hæl frá Chanel. Skórnir eru bæði í hvítum og svörtum lit.
Glæsileg Wallet On Chain frá Chanel með ská vatteruðu (e. Diagonal Quilted) leðri. Veskið opnast með smellu að framan og þar eru ýmis hólf svo sem eitt flatt, rennt, stórt hólf, rúmgott hólf með sex hólfum fyrir greiðslukort, rúmgott rennt hólf og annað flatt hólf sem er frekar rúmgott. Allir málmar eru gull tónaðir. Ólin er fléttuð úr gylltri málm keðju og leðri í sama vínrauða lit og veskið er, þó ólin sé ekki fjarlægjanleg þá er hægt að smeygja henni ofan í eitt af hólfunum. Því er hægt að bera veskið á ýmsa vegu sma hvort það sé í hendi, á öxl eða þvert yfir líkamann (e. crossbody). Með veskinu fylgir upprunalegi rykpokinn og upprunakort frá Chanel. Veskið var framleitt á árunum 2016-2017.
Ótrúlega falleg og sívinsæl quilted Single Flap hliðartaska frá Chanel í stærðinni medium. Taskan er gerð úr svörtu lamba leðri og innvolsið úr rauðu leðri. Innan í töskunni er flatur rendur vasi. Taskan var framleidd á árunum 1997-1999. Upprunakort og bæklingur fylgir með.
Einstök gulltóna Boy hliðartaska frá Chanel. Taskan er gerð úr lambaleðri og er með eftirsótta ísaumaða demants mynstrið (e. quilted). Stillanleg keðju og leðuról, bæði hægt að hafa hana einfalda og tvöfalda. Bæði keðjan og aðrir málmar eru í gylltum tón. Eitt af helstu einkennum Boy taskanna frá Chanel er hvernig taskan lokast að framan þar sem er þrýst saman beggja vegna við CC lógóið. Eitt rúmgott hólf og auka flatt opið hólf að innan. Framleidd árið 2014. Upprunalegur kassi, rykpoki, upprunakort og bæklingur fylgir með.
Gullfalleg Up In The Air hliðartaska frá Chanel í svörtu leðri með silfur málm. Eitt aðalhólf er á töskunni með tveimur auka hólfum, eitt rennt í innvolsi og eitt opið að framan. Með töskunni fylgir skipulagshólf með nokkrum hólfum. Taskan var framleidd í kringum 2012 - 2013 og er ótrúlega hentug en stílleg!
Ótrúlega falleg, vintage næla frá Chanel í gylltum málm, skreytt með kristölum. Frá ca. 1990 - 2000s
Tímalaust og glæsilegt Chanel cuff armband úr málmi og svörtu resin með „CC“ merki allan hringinn. Opið og stíft í hönnun, auðvelt að renna á úlnliðinn og passar flestum.
Vintage Chanel Première úr frá árinu 1987 úr gullhúðuðu stáli. Skífan er svört og einföld, án talna, merkt CHANEL og SWISS með hvítum lit. Ólin er fléttuð saman með gullhúðuðu stáli við svartan leðurþráð. Lengd ólar er 17 cm í ummál og er 10mm breið og hentar meðalstórum úlnið. Úrið gengur fyrir batteríi eða quartz. Með úrinu fylgir upprunaleg bók, vottorð og kassi (frekar illað farið boxið en annað box fylgir með til að vernda úrið, ekki upprunalegt).
Svört Camellia blóma regn gúmmístígvel frá Chanel. Stígvélin skarta tveimur blómum hvítum og svörtum á hvorri hlið og á þeim báðum er gyllt CC málm lógó. Sólarnir eru hvítir og hafa smávægilegan hæl. Á ristinni er upphleypt CC lógóin. Virkilega skemmtileg stígvél sem sést ekki á götum borgarinnar. Hvernig væri að tríta sig og vera í svörtum Chanel stígvélum í íslenska regnsumrinu?
Æðislegir CC Runners strigaskór frá Chanel úr velvet efni og rúskinni. Með hvítum botni sem er mynstruð eins og klassíska vattering. Stór Chanel lógó á hælum og gyllt CC málmlógó á hliðum.
Hrikalega fallegir, vintage klemmueyrnalokkar frá Chanel í gullhúðuðum málm með hvítri glerperlu. Rykpoki fylgir með. Eyrnalokkarnir koma frá einstöku tímabili Lagerfeld og Castellane í kringum 1980, sem ekki verður endurtekið.
Hentug snyrtitaska frá Chanel í svörtu eftirsótta quilted lambaleðri. Eitt rennt aðalhólf er á töskunni með einu auka renndu hólfi og teygjum í innvolsi. Framleidd árið 1986 - 1988.
Virkilega fallegir og klassískir hringlaga Chanel klemmueyrnalokkar með CC lógó og keðjudíteilum.
Glæsileg, krúttleg mini taska frá Chanel í drapplituðu lambaleðri. Eitt aðalhólf er á töskunni, þar ofan í eru tvö auka hólf. Upprunalegur rykpoki, kassi og kort fylgir með. Taskan var framleidd í kringum 1986 - 1988. Ath. ástand.
Virkilega fallegt, klassískt keðjubelti frá Chanel með svartri leðuról fléttaðri í gegnum keðjuna. Ath. beltið er í lítilli stærð, en virkar líka sem hálsmen.