Í Attikk tökum við við tugum vara í hverri viku sem fara í gegnum strangt vottunarferli og verðmat. Því miður eru um 20% af vörunum sem við fáum til okkar eftirlíkingar sem fara aldrei í sölu.

Nýverið fengum við til okkar Gucci Marmont mittistösku.
Fljótt á litið var ekkert sem var athugunarvert við töskuna enda allt til staðar; rykpoki, leðurflipi að innanverðu með raðnúmeri og klassíski QR kóðinn á hvítum miða að innnanverðu. Taskan fór í gegnum vottunarferli og reyndist þá vera eftirlíking.

Það vildi svo skemmtilega til að stuttu áður hefðum við tekið við nákvæmlega eins tösku í sölu sem var ekta. Við samanburð kom margt í ljós.

(Ekta, svo feik til skiptis)

Ekta Gucci Logo miði
Ekta Gucci Logo miði

Fake Gucci Logo miði
Fake Gucci Logo miði

Hér má sjá leðurflipann í töskunum. Við samanburð er frekar augljóst að leturgerð og stærð sé ekki eins og það á að vera. M.a. Er stimpillinn á leðrinu of djúpur miðaðvið það sem gengur og gerist og línubilið of smátt.

Ekta raðnúmer
Ekta raðnúmer

Fake raðnúmer
Fake raðnúmer

Raðnúmerið á töskunum segir sömu sögu. Leturgerð og stærð, dýpt stimpilsins og bil milli talna er ekki eins og það á að vera.


Ekta


Eftirlíking

Við samanburð á QR kóðunum er augljóst að letrið í eftirlíkingunni er ekki jafn auðskiljanlegt og það á að vera. 
 
Heildarútlit, lögun og saumskapur töskunnar er ekkert svo áberandi FAKE. Ef maður skoðar þó leðrið í samanburði er gæðamunurinn mikill. Eins er saumskapurinn aðeins verri á eftirlíkingunni en það sem er mest áberandi er hvar vatteringin byrjar og endar.


Ekta


Eftirlíking


Efsti saumurinn í leðrinu á ekta töskunni nær alla leið að toppi töskunnar. Í eftirlíkingunni byrjar sá saumur frekar neðarlega í samanburði, eða nær GG málmlógóinu.

Á þessari Marmont týpu frá Gucci er einnig að finna stimpil á beltinu sjálfu. Við samanburð á þeim stimplum er munurinn nokkuð augljós þótt hann væri það ekkert endilega ef maður hefði ekki ekta eintak til samanburðar.


Ekta


Eftirlíking
Af þessu er ljóst að hægt sé að kaupa “Gucci” töskur með öllum fylgihlutum, öllum stimplum, miðum og kóðum. Við vonum að þú sért með varan á og takir uppruna töskunnar ekki sem sjálfsögðum hlut þótt þessir eiginleikar séu til staðar. Í Attikk höfum við fengið fjöldan allan af góðum eftirlíkingum og jafnvel það sem kallast “Superfake”. Fake töskur koma oft einnig með kvittunum, pokum og kössum. 

Verslaði ekta, örugglega. Verslaðu í Attikk.