Það getur verið hættulegt að kaupa notaða merkjavöru á netinu eða á mörkuðum hérna heima þar sem að varan er ekki vottuð. Margir sitja uppi með sárt ennið eftir að hafa eytt tugum og jafnvel hundruðum þúsunda í vöru sem svo reynist vera eftirlíking. Þegar þú ert að kaupa fyrir þessar upphæðir viltu vera viss um að þú sért að kaupa ekta en ekki eftirlíkingu.

Eftirlíkingarnar eru auðvitað mis góðar og oft grunar starfsmönnum Attikk að varan sé ekki ekta áður en hún er send í vottun. En margar hverjar eru svo vel gerðar að einungis sérfræðingar sjá að ekki er um ekta vöru að ræða.

Nú á seinni tímum erum við einnig að eiga við ofur eftirlíkingar (e. Super fakes) þar sem að nær ómögulegt er að greina alvöru vöruna í sundur frá eftirlíkingunni. Og í þeim merkjum sem vitað er um svokallaðar ofur eftirlíkingar þarf varan að gangast undir ítarlega vottun og oft hjá fleiri sérfræðingum, vottanir á þessum vörum taka iðulega mun lengri tíma.

Attikk nýtir sér þjónustu sérfræðinga í hverju merki fyrir sig til þess að sanngildisvotta (e. Authenticate) vörur áður en þær fara í sölu í versluninni eða á vefnum attikk.is. Núna í apríl tók Attikk inn til vottunar yfir 300 vörur þar sem að allar vörurnar voru sendar í sanngildisvottun hjá sérfræðingum. Af þeim hafa um 17% komið út sem eftirlíking (e. Fake).

Oftast, ef ekki alltaf, er eigandinn grunlaus um að varan þeirra sé ekki ekta. Varan var í einhverjum tilfellum jafnvel keypt af aðilum sem gefa sig út fyrir að selja ekta vörur eins og t.d. Farfetch. En yfirleitt var eftirlíkingin keypt í gegnum vefi eins og Depop, á facebook beint af seljanda eða á endursölu mörkuðum hérna heima.

Algengast var að fá inn eftirlíkingar í merkjum eins og Louis Vuitton, Burberry og Gucci. Einnig var eitthvað um eftirlíkingar hjá Balenciaga, Chanel, Saint Laurent (YSL), Moncler, Dolce & Gabbana, Prada og Givenchy.

Attikk hefur einnig verið að taka í sölu götutísku (e. Street Fashion) merki eins og t.d. Bape, True Religion og Palm Angels sem er mjög vinsæl hjá yngri kynslóðinni. Þó nokkuð hefur verið um eftirlíkingar af peysum hjá Bape merkinu og eitthvað komið inn af True Religion eftirlíkingum líka. En það er algengt að peysa frá Bape, sem er vel með farin og ekta, sé að fara á í kringum fimmtíu þúsund krónur í endursölu.

Þótt viðskiptavinur geti treyst á sanngildisvottaða vöru frá Attikk eru oft spennandi vörur hjá öðrum verslunum og getur þá verið gott að hafa eftirfarandi í huga. Athugið þó að þetta er ekki algilt fyrir allar eftirlíkingar, ekki tæmandi listi og tryggir ekki að þú getir greint eftirlíkingu frá alvöru vörunni.
  • Ef verðið er of gott til að vera satt, þá er það mjög líklega of gott til að vera ekta!
  • Leitaðu eftir stafsetningarvillum á þvottamerkingum, í merki (logo) og/eða í leiðbeiningum.
  • Vottunarpappírar (e. Authenticity papers) eru ekki trygging fyrir því að varan sé ekta. Það er líka hægt að falsa pappírana.
  • Google er vinur þinn. Finndu ekta útgáfu af vörunni á netinu og berðu saman útlit, merki og fleira.
  • Nýttu þjónustur á netinu sem bjóða uppá vottun, oft getur þú fengið svar á innan við 24klst. ef þú greiðir hærra gjald.

Þú getur líka alltaf mætt með vöruna í Verslun Attikk, Laugavegi 168, og fengið vottun á því hvort að varan sé ekta. Svo mælum við auðvitað einnig með að þú fylgist með Attikk blogginu þar sem við munum reglulega fara yfir falsaðar merkjavörur og af hverju þær voru skilgreindar sem slíkar.