Síðastliðinn laugardag hófum við nýjan lið í beinu streymi á helstu miðlunum okkar; Beint frá Attikk. Beint frá Attikk verður streymt í rauntíma nokkrum sinnum í mánuði úr versluninni okkar og munum við sína frá nokkrum vel völdum vörum, koma með nokkra fróðleiksmola og svara fyrirspurnum sem kunna að berast á meðan. Ekki missa af þessari snilld!
Gucci Change Bezel úr Við byrjuðum á að sýna frá skemmtilegri vöru frá Gucci. Þetta Change Bezel úr er mjög sjaldgæfur gripur frá ca. 1987. Þá er sérstaklega sjaldgæft að allir hringirnir séu enn til staðar - en yfirleitt vantar einhverja liti.
Outfit I Við sýndum frá skemmtilegu outfitti samansettu af hvítri Moncler úlpu, brúnni Moncler húfu, stórri Louis Vuitton Sac Shopping tösku og Jimmy Choo sólgleraugum. Hér má sjá mynd af því: MYND
Stærðir og verð á vörunum má finna á neðangreindum hlekkjum.
Louis Vuitton Alma taska Við sýndum frá einni mestu klassík sem Louis Vuitton hefur gefið út, Alma töskunni. Alma er önnur handtaskan sem Louis Vuitton gaf út á eftir Speedy töskunni en hún kom fyrst við sögu árið 1934. Alma taskan hefur verið gríðarlega vinsæl frá upphafi og hefur verið framleidd í 5 mismunandi stærðum - en sú sem við eigum til í augnablikinu er í stærð MM.
Outfit II Næsta outfittið sem við sýndum frá samanstóð af “Little Black Dress” kjólnum frá Off-White í stærð 38, vintage Ophidia tösku frá Gucci í dökkbláu GG Supreme monogram mynstri og sólgleraugum frá Gucci. MYND
Fleiri upplýsingar og verð eru að finna á hlekkjunum hér að neðan.
Louis Vuitton Looping GM taska Þessi taska er af stærstu gerðinni (GM) í Looping fjölskyldunni en hún kom fyrst út árið 2002 og hætti síðan í framleiðslu nokkrum árum seinna. Það hefur orðið vinsælt á síðari árum að breyta töskunni í cross-body tösku með því að fjarlægja Looping handfangið og skipta því út fyrir króka - þá er hægt að krækja fína keðju eða lengri ól á töskuna.
Outfit III Við fórum í aðeins litríkara outfit fyrir ykkur að þessu sinni. Ýr mátaði þessa geggjuðu rauðu peysu frá Balenciaga í stærð M og Metis tösku frá Louis Vuitton í litnum “Marine Rouge”. MYND
Gucci Flashtrek strigaskór Næst tókum við upp þetta geggjaða eintak. Flastrek skórnir frá Gucci skartar óhefðbundnu en skemmtilegu lógói á tungunni sem sækir innblástur sinn til japanska tölvuleikjaframleiðandans SEGA. Skórnir skarta einnig kristöllum sem hægt er að fjarlægja fyrir einfaldara lúkk.
Skórnir hafa verið mjög vinsælir hjá fræga fólkinu en t.d. hefur Billie Eilish sagt að hún eigi 5 pör af skónum til skiptana - en skórnir komu einmitt út í 5 mismunandi útfærslum/litum. Við eigum skóna í svörtum lit, með grænum botni í stærð 37. Hlekkur á skóna: https://attikk.is/Product/View/1840/Gucci-Flashtrek-SEGA-Skor-
Gucci horsebit sólgleraugu Þessi ónotuðu Horsebit sólgleraugu frá Gucci eru geggjuð! Sólgleraugun eru frekar stór með fallegum, gylltum örmum sem skarta méli á hliðum.
Chanel hálsmen Við gátum síðan ekki sleppt því að sýna ykkur frá þessari Chanel dásemd en hálsmenið er gyllt keðja með perlum í. Perlurnar eru síðan umlyktar klassísku CC lógóum úr gylltum málmi.
Burberry hologram veski Þetta skemmtilega hologram veski frá Burberry minnir mann smá á gömlu góðu dagana en útlit veskisins breytist eftir sjónarhorni. Þá er veskið annað hvort í klassíska Nova Check mynstrinu eða TB (Thomas Burberry) monogram mynstrinu.
Veskið lækkaði nýlega í verði en var upprunalega á 30.000,- krónur en fæst núna á litlar 24.500,- krónur. Með veskinu fylgir rykpoki og kassi. Hlekkur á veskið: https://attikk.is/Product/View/1583/Burberry-Hologram-Monogram-Check-veski
Burberry hælaskór Við gátum nú ekki hjá því komist að sýna ykkur einhverja skemmtilega hælaskó og urðu þessir geggjuðu Burberry hælar fyrir valinu. Hælaskórnir eru í klassíska Nova Check mynstrinu, með háum, svörtum hæl.
Síðast en ekki síst fannst okkur réttast að sýna ykkur frá þessari flottu tösku. Þessi Monogram Messenger taska frá Gucci er æði! Hún er unisex, með stillanlegri cross-body ól og í frábæru ástandi.