Fólk veltir því oft fyrir sér hvers vegna það ætti að versla notaðar merkjavörur. Er það að borga sig? Eru vörurnar ekki bara illa farnar en samt á uppsprengdu verði? Hvers vegna ætti ég að versla notaðar merkjavörur?

Fyrir umhverfið
Offramleiðsla á vörum er að hafa ótrúlega hröð neikvæð áhrif á jörðina okkar. Fatnaður og fylgihlutir í fjöldaframleiðslu enda mun frekar í ruslahaugum og eru gjarnan framleidd úr óumhverfisvænum og eitruðum efnum sem er jafnvel erfitt að farga.

Að versla hágæða vörur eins og lúxus merkjavörur einstaka sinnum er strax skárra en að versla endurtekið vörur sem endast illa. Af hverju ekki að taka það alla leið og versla hágæða lúxus merkjavörur sem hafa þegar þjónað sínum tilgangi en eiga nóg eftir að gefa?

Í Attikk höfum við verið með töskur í ótrúlega góðu ástandi sem hafa náð upp í 50 ára aldur. Hvers vegna ekki að lengja þeirra líf enn meira og gera móðir okkar Jörð greiða í leiðinni.

Fyrir budduna
Forelskaðar (e. pre-loved) merkjavörur eru almennt að kosta aðeins hluta af því sem þær kosta nýjar. Lúxus merkjavörur eru almennt mjög dýrar en við samanburð á vörum í Attikk og sambærilegum vörum frá öðrum verslunum er verðið ekki svo galið. Hins vegar ertu að spara þér hellings pening að kaupa forelskaða tösku frá Louis Vuitton í Attikk á um 100.000,- heldur en að gera þér ferð erlendis og leggja út 300-400 þúsund krónum fyrir slíka.

Verðið á vörunni fer eftir kröfunum þínum. Viltu að varan hafi “sál” eða viltu að hún virðist ósnert? Eðli málsins samkvæmt geta nýlegar töskur og lítið notaðar verið í dýrari kantinum en þær sem hafa gefið meira af sér til fyrrum eiganda kunna að kosta aðeins 10% af upprunalegu verði sínu.

Skoðaðu úrvalið og festu kaupin á draumatöskunni á draumaverði. Buddan mun þakka þér fyrir.

Fyrir forsöguna
Hver og ein forelskuð merkjavara hefur sína sögu að segja. Sumar hafa sést á fræga fólkinu eða komið fyrir sögu í ýmsum bíómyndum eða sjónvarpþáttum. Þá eru sumar hannaðar af dáðum hönnuðum eða verið gefnar út í takmörkuðu upplagi og eru að þeim sökum ótrúlega eftirsóttar.

Sumir kjósa að versla sér töskur með “sál”. Í því skyni má t.d. Nefna vinsælu töskurnar frá Louis Vuitton sem flestar skartar ómeðhöndluðu kúaleðri (e. vachetta leather). Þetta leður er mjög ljóst á nýjum töskum en það dökknar með notkun, þá sérstaklega á haldföngum. Þetta ferli sem leðrið fer í gegn um kallast “patina” sem er einskonar fingrafar. Þetta er viljandi gert af framleiðanda afþví hver taska hefur sína sögu að segja og sumir telja fingrafarið og dökknað leður mun meira heillandi en ella.

Allra helst um söguna má þó nefna að margar merkjavörur eru hættar í framleiðslu. Hver vill ekki eiga tösku eða skó sem aðrir geta ekki aflað sér svo auðveldlega? Kannski eitthvað sem var ótrúlega vinsælt á sínum tíma eða eitthvað sem er tímalaust og höfðar betur til þín en þær vörur sem verið er að framleiða núna.

Það er í tísku
Það að versla notað almennt er í tísku. Viltu verða eftir eða ætlaru að fylgja tískunni? Hvernig getum við endurgreitt jörðinni fyrir það líf sem við eigum á henni í dag? Það er enginn stórmarkaðsrisi að græða á því að þú verslir í Attikk. Meirihluti kaupverðsins rennur til annars einstaklings sem kaus að láta vöruna frá sér, jafnvel til þess að geta keypt sér aðra í staðinn.

Fyrir einstakt lúkk
Þú getur algjörlega dottið í lukkupottinn þegar þú verslar þér notaðar lúxus merkjavörur. Sumar vörur eru orðnir safngripir eða svo eftirsóttir að virði þeirra hækkar bara með tímanum. Til eru ýmis dæmi um þetta. Eins eru merki á borð við Hermés með margra ára biðlista eftir töskum en ef þú sérð slíka tösku í Attikk, þá þarftu ekkert að bíða. Taskan er þín um leið og þú gengur frá kaupum.

Allar merkjavörurnar í Attikk eru upprunavottaðar

Þegar þetta er allt tekið saman er nokkuð ljóst að það er hagstæðara og hagkvæmara, bæði fyrir þig og umhverfið, að versla notaðar merkjavörur. Hvað er að stoppa þig? Þú getur séð allt núverandi úrval á Attikk.is eða kíkt við á Laugavegi 90.