Þótt flestir kjósi að ganga með og nota lúxus merkjavörurnar sínar dagsdaglega, þá er líka algengt að vörurnar séu notaðir til skrauts heima fyrir.

Heimilið okkar segir svo margt um okkur. Ef þú elskar merkjavörur, afhverju ekki að stilla nokkrum upp í stofunni? Ertu nokkuð að leyfa þessum gersemum að safna ryki inni í skáp þar sem enginn fær að njóta þeirra á meðan þú ert ekki að nota þær? 

Við ætlum að fara yfir nokkrar skemmtilegar og praktískar leiðir til þess að lífga upp á heimilið með fallegum og gæðalegum merkjavörum. Sumt áttu kannski fyrir en annað er vert að fjárfesta í. 

Ferðatöskur!

Já, ferðatöskur. Hvort sem um er að ræða þessar sígildu, gömlu töskur sem eru hættar að vera praktístar í ferðalögin eða þessar nýju sem þú grípur með þér í flugið á sumrin - þá eru þetta tilvaldar töskur til þess að lífga upp á stofuna. 
Þið hafið eflaust séð þetta áður. Gamlar töskur, sem eru jafnvel ónothæfar eru nýttar sem innskotsborð, náttborð eða sófaborð. Töskunum er ýmist staflað upp eða þær settar ofan á fallega búkka, borðfætur eða sambærilega stórt borð. Þá er algengt og sniðugt að verja yfirborðið með glerplötu. Sjón er sögu ríkaÁttu gamla ferðatösku? Sjáðu hvort þetta gefi ekki heimilinu fallegan svip! Við eigum tvær gamlar frá Louis Vuitton sem gætu nýst í svipaðar útfærslur. Sjáðu þær hér.

Treflar og slæður


Trefla og slæður er hægt að stíla upp á stílhreina máta. Oft eru margar til og jafnvel sumar aldrei notaðar. 
Prentið og mynstirð í gömlum silkislæðum segja sínar sögu og sumar eru algjört listaverk. Því er tilvalið að koma þeim fyrir í gæðalegu römmum og leyfa þeim að njóta sín almennilega!

Þetta gefur heimilinu meiri lit og er óhefðbundinn en fallegur valkostur í stað hefðbundinna málverka. Í Attikk er mikið úrval af slæðum í allskyns litum og stærðum. Sjáðu þær allar hér.

Kassar og pokar


Sumir eru sniðugir og geyma alltaf allar pakkningar utan um merkjavörurnar sínar. En hvað verður um þær? Flestar eru í geymslu og safna ryki. 

Hefur þér dottið í hug að nota Gucci pokann undir blómin þín? Þetta er einstaklega flott og skemmtileg leið til þess að nýta pokana og kassana utan á vörunni þinni. Hvort sem þú kemur vasa eða potti ofan í og leyfir lifandi blómum eða plöntum að njóta sín eða sleppir fyrirhöfninni og raðar gerviblómum í poka, þá er þetta glæsileg hugmynd! 


Svo má einnig gera það sama með pokana og lagt er til með slæðurnar. Þá er hægt að fletja út eða klippa til (ef þú týmir því) )og koma fyrir í ramma. Þetta er sérstaklega sniðug hvort sem um er að ræða sérstaka hönnun á verslunarpokum sem komu út í takmörkuðu upplagi eða þessa klassísku og stílhreinu.Með þessu getur þú í rauninni nýtt allt sem fylgir merkjavörunni þinni. Með því að kaupa vöru sem fylgir aukahlutir eins og poka og kassa, þá ertu í raun að fá nokkrar vörur í einni. Attikk selur mikið af merkjavörum sem koma með slíkum fylgihlutum og með þessum sniðugu útfærslum getur þú nýtt aukahlutina sem misst hafa aðra praktíska notkun.

*Attikk getur ekki ábyrgst að vörur á myndum sem fylgja greininni séu vottaðar og ekta. 

Heimildaskrá:
Appelsíng. Hermes klútar í ramma: https://www.pauladhier.com/hermesscarves/