Daglega vottar Attikk tugi af merkjavörum frá hinum ýmsu merkjum og nánast daglega eru nokkrar þeirra eftirlíkingar. Í þetta skiptið var það Palm Angels Kill the Bear hettupeysa sem að reyndist eftirlíking samkvæmt niðurstöðu sérfræðings. Viðkomandi sérfræðingur hefur sérhæft sig í Palm Angels merkinu og er eftirfarandi niðurstaða hans á viðkomandi peysu.

 1. "Palm Angels" stafirnir á miðanum í hálsmálinu eru af rangri þykkt er þeir eru bornir saman við ekta Palm Angels peysu.

  Fake Palm Angels neck tag
  Palm Angels merking í hálsmáli peysunnar.
 2. "Palm Angels" textinn á þvottamiðanum á þessari peysu er of þykkur (e. bold) í samandburði við ekta  Palm Angels peysu.

  Palm Angels Fake Washtag
  Palm Angels textinn á þvottamiðanum er of þykkur.
 3. Litli Palm Angels textinn framan á peysunni er of þykkur.

  Palm Angels text on a fake hoodie
  Palm Angels textinn framan á peysunni
Viðkomandi sérfræðingur er 100% viss í sinni sök að viðkomandi peysa sé eftirlíking. Gott er að taka fram að Attikk dæmir aldrei vöru Ekta eða Eftirlíkingu ef einhver vafamál koma upp. Eingöngu vörur sem dæmdar eru 100% ekta fara í sölu hjá Attikk.

Þú getur mætt með þína merkjavöru niður í Attikk, Laugavegi 168, til þess að látta votta hana fyrir þig. Vottun getur tekið frá 15 mín til 48 klst.