Franska tískuhúsið Chanel er eitt af stærri lúxus merkjum í heimi. Chanel var stofnað árið 1910 af Coco Chanel. Töskurnar frá Chanel eru einstaklega vinsælar og hækka margar þeirra í verði eftir því sem þær verða eldri.
Glæsilegt veski frá Chanel í svörtu Caviar leðri með silfur málm og brúnrauðu fóðri. Nokkur opin hólf eru í veskinu, sex hólf fyrir kortin og eitt rennt á bakvið. Með töskunni fylgir upprunalegur kassi og rykpoki. Framleitt í kringum 2017 - 2018.