Franska lúxus merkið Chloé var stofnað árið 1952 af Gaby Aghion. Attikk fær reglulega inn mjög fallegar töskur frá Chloé merkinu.
Hrikalega fallegir skór frá Chloé í svörtum lit, gerðir úr blúndu og neti. Með skónum fylgir upprunalegir rykpokar.
Gæðaleg og vinsæl Woody Tote taska frá Chloé í stærðinni Medium. Fullkomin hversdags taska í vinnuna og/eða skólann. Eitt stórt opið hólf og einn lítill vasi í innvolsi. Með töskunni fylgir upprunalegur rykpoki.
Chloé Marcie hliðartaska í litnum Motty Grey (brúngráleitur litur) með gylltum málmi. Marcie línan frá Chloé er ein sú vinsælasta með handsaumuðum skreytingum að framan. Taskan opnast með flipa og hefur eitt aðalhólf og einn minni flatan vasa. Með töskunni fylgir rykpoki.
Glæsileg og hentug beltistaska frá Chloé í bæði svörtu leðri og rúskin, allur málmur er gylltur. Eitt aðalhólf er á töskunni sem opnast með smellu, ofan í aðalhólfinu er eitt auka opið hólf. Ólin er stillanleg og hægt að stíla töskuna á margar vegur!