Attikk er leiðandi fyrirtæki í lúxus endursölu á Íslandi og elsta verslun
sinnar tegundar hér á landi. Við höfum yfir árabil, með fagmennsku og gagnsæi,
unnið inn traust Íslendinga og íslenskra fyrirtækja.
Hjá Attikk getur þú verið viss um að varan þín sé meðhöndluð af þeirri varfærni
sem hún á skilið og að þú sért að fá besta mögulega verðið sem íslenski markaðurinn
býður upp á hverju sinni.
Við tökum ekki við skemmdum vörum og mælum með því að þú mætir með vöruna þína
hreina og helst pressaða/straujaða ef við á. Við erum einungis að taka við
söluvænlegustu vörunum.
Verðmat sem þú samþykkir eða hafnar.
Þegar varan hefur staðist sanngildisvottun og við staðfest uppruna hennar er hún verðmetin m.t.t. ástands, eftirspurnar, markaðsvirði o.fl. þátta. Verðmatið er síðan borið undir þig í tölvupósti en varan fer ekki í sölu fyrr en þú hefur gefið grænt ljós á það. Seljendur hafa takmarkað rými til að ákvarða söluverð í Attikk en þeim er heimilt að breyta innan hæfilegra og eðlilegra marka.
Attikk býður upp á hefðbundna umboðssölu og í einhverjum tilfellum fyrirframgreiðslu.
Í hefðbundinni umboðssölu er hluti seljanda greiddur út 15. dag næsta mánaðar frá því að vara selst. Vörur eru ekki greiddar út ef þeim er skilað innan 14 daga skilafrests. Umboðssöluþóknun:
Verðmat/Söluverðmæti | Þóknun Attikk | Hluti seljanda* |
undir 20.000 ISK |
50% |
50% |
20.000 - 49.999 ISK |
40% |
60% |
50.000 - 99.999 ISK |
30% |
70% |
100.000 - 199.999 ISK |
25% |
75% |
200.000 - 999.999 ISK |
20% |
80% |
1.000.000 ISK eða yfir |
15% |
85% |
* Eftir að þóknun hefur verið dregin af söluverðmæti kann að dragast frá fjárhæðinni annar kostnaður skv. skilmálum (t.d. vottunargjald).
- Seljendur sem eru í Attikk Merkjavörusení áskrift þegar að viðskipti eiga sér stað greiða 5% lægri þóknun til Attikk.
Frekari upplýsingar um söluferli Attikk má finna í söluskilmálum Attikk og inná Algengar spurningar