Mikið úrval af úrum og skartgripum frá öllum helsu lúxusmerkjunum koma inn hjá Attikk. Kíktu á úrvalið.
Fallegt kassalagað Quadro 6200L kvenmannsúr frá Fendi úr ryðfríu stáli og keramík. Quartz úr sem kemur í öskju/boxi og hentar vel sem gjöf.
Gullfallegt Quartz úr frá Christian Dior með svörtu dial og gullhúðaðri ól. Kemur í fallegri öskju og er tilvalin gjöf! Aukahlekkir fylgja.
Flott úr frá Gucci í svörtum lit með gylltri sylgju, skreytt með býflugum og stjörnum. /38mm, swiss made.
Hrikalega fallegt D'Amour hálsmen frá Cartier í 18K gulu gulli með fallegum, stílhreinum demanti. D’Amour hálsmenið frá Cartier er sönn táknmynd ástar og fágunar.
Skemmtileg hárspenna frá Balmain í ljósbleikum lit (pastel pink) með 18K gull húðuðum pinna og lógó. Með spennunni fylgir upprunalegur kassi og rykpoki.
Glæsilegt úr frá Yves Saint Laurent í bæði gylltum og silfur málm með fallegri blárri skífu.
Ótrúlega falleg, vintage næla frá Chanel í gylltum málm, skreytt með kristölum. Frá ca. 1990 - 2000s
Æðislegir eyrnalokkar frá Balenciaga úr gylltum kopar. Rykpoki og box fylgir.
Tímalaust og glæsilegt Chanel cuff armband úr málmi og svörtu resin með „CC“ merki allan hringinn. Opið og stíft í hönnun, auðvelt að renna á úlnliðinn og passar flestum.
Vintage Chanel Première úr frá árinu 1987 úr gullhúðuðu stáli. Skífan er svört og einföld, án talna, merkt CHANEL og SWISS með hvítum lit. Ólin er fléttuð saman með gullhúðuðu stáli við svartan leðurþráð. Lengd ólar er 17 cm í ummál og er 10mm breið og hentar meðalstórum úlnið. Úrið gengur fyrir batteríi eða quartz. Með úrinu fylgir upprunaleg bók, vottorð og kassi (frekar illað farið boxið en annað box fylgir með til að vernda úrið, ekki upprunalegt).
Hermès Behapi Double Tour armband úr svörtu leðri með silfurlituðum málmi sem lokast með sylgjum. Armandið vefst tvöfaldri lykkju um úlnliðinn. Box fylgir með (ekki upprunalegt)
Fendi úr með Canvas Zucchino Logo cloth ól og bronze málmi. Skífan er hvít á litinn og skartar diamond like steinum sem sýnir klukkutímana. Einnig stendur Fendi í gylltum/bronze stöfum á skífunni. Úrið gengur fyrir Quartz og þegar þetta er ritað virkar úrið og batterí er í lagi (22. júní 2025). Því miður getum við ekki ábyrgst ef batterí verður búið. Með úrinu fylgir kassi.
Glæsilegt úr frá Gucci í hvítum lit með ljósri ól sem skartar eftirsóttu web (rauð og græn) línunni. Skífan er einnig hvít á litinn og umgjörðin úr ryðfríu stáli. Úrið er vatnshelt og kemur í upprunalegum kassa með meðfylgjandi bæklingi.
Hrikalega fallegir, vintage klemmueyrnalokkar frá Chanel í gullhúðuðum málm með hvítri glerperlu. Rykpoki fylgir með. Eyrnalokkarnir koma frá einstöku tímabili Lagerfeld og Castellane í kringum 1980, sem ekki verður endurtekið.
Fallegt vintage Christian Dior octagon úr sem gengur fyrir quartz. Úrið er í gylltum málm en skífan er hvít á litinn og skartar CD stöfunum fyrir miðju og sýnir dagsetninguna neðst. Ath. ástand.
Virkilega fallegir og klassískir hringlaga Chanel klemmueyrnalokkar með CC lógó og keðjudíteilum.