Eitt af vinsælli lúxus merkjum hjá íslendingum þessa dagana er Gucci. Hjá Attikk kemur mikið af vörum frá þeim í hverri einustu viku og eru þær oft á tíðum jafn fljótar að fara í hendur nýrra eiganda. Verandi vinsælt merki er einnig algengt að eftirlíkingar séu í umferð, viðskiptavinir Attikk geta verið vissir að allar Gucci vörur sem seldar eru hjá Attikk séu ekta þar sem þær gangast allar undir ítarlega skoðun hjá sérfræðingum.
Skemmtileg, vintage jakkafatataska frá Gucci í Supreme mynstrinu. Eitt hólf sem hentar vel fyrir skópör og annað stærra fyrir fatnað, þar eru tvö herðatré sem hægt er að hengja flíkurnar á. Lás og lyklar fylgja með.
Ótrúlega falleg og hentug tote taska frá Gucci í svörtu kálfa leðri með svörtum málm. Eitt aðalhólf sem lokast með smellu og tvö auka hólf, eitt rennt og eitt opið. Upprunalegur rykpoki og verslunarpoki fylgir með.
Mjög eftirsótt og klassísk Soho taska frá Gucci í svörtu leðri með gylltum áherslum. Á töskunni er Ísaumað upphleypt GG lógó að framanverðu og á rennilás er leðurkögur. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf sem hefur tvo innri flata vasa. ATH ÁSTAND!
Skemmtileg hliðartaska frá Gucci í klassíska Supreme mynstrinu með brúnu leðri og gylltum áherslum. Eitt rennt aðalhólf er á töskunn með auka renndu hólfi að framan. Upprunalegur rykpoki fylgir með.
Glæsileg og hentug Sylvie Web hliðartaska frá Gucci í svörtu Matelassé leðri með gylltum málm. Eitt rennt aðalhólf er á töskunni með tveimur auka hólfum ofan í, eitt rennt og eitt opið. Auka hólf er að framan sem opnast með flipa og ísaumað hjarta að aftan. Web ól fylgir með í rauðum, bláum og hvítum lit, og upprunalegur kassi.
Skemmtileg taska frá Gucci í mintu bláum lit með silfur málm. Eitt rennt aðalhólf er á töskunni með tveimur kortahólfum ofan í.
Ótrúlega falleg og klassísk Jackie hobo axlartaska frá Gucci í ljósu taui með svörtum leðurkanti og silfurlituðum málmi. Líkleg árgerð ca. 1998–2004. Aðalhólfið er rúmgott með rennilásvasa í innvolsi. Lokast með einkennandi Jackie lock læsingunni að framan.
Gucci Dionysus Super Mini Bag úr rauðu grained leðri. Taskan er með silfurlitaðri keðju og „Dionysus“ málm skeifu að framan. Lokast með flipa og læsist með segulloka undir flipanum. Að innan er taufóður og eitt hólf. Keðjuna er hægt að fjarlægja. Með töskunni fylgir rykpoki og kassi.
Glæsileg og nett hliðartaska frá Gucci í drapplituðum lit með gylltum málm. Eitt aðalhólf sem opnast með smellu, þar ofan í eru nokkur hólf, eitt rennt og 16 hólf fyrir kortin. Með töskunni fylgir upprunalegur kassi, rykpoki og keðjuól sem hægt er að fjarlægja.
Ótrúlega falleg og krúttleg, lítil Boston taska frá Gucci í Supreme mynstrinu. Eitt rennt aðalhólf er á töskunni og fylgir bæði leðuról og upprunalegur rykpoki.
Falleg og hentug hliðartaska frá Gucci í Supreme mynstrinu með Web (rauð og græn) línunni í miðju. Taskan opnast með smellu og hefur eitt stórt aðalhólf með einu renndu hólfi í innvolsi. Stillanleg ól er á töskunni og fylgir upprunalegur rykpoki.
Æðsileg Web Sylvie axlartaska frá Gucci í stærðinni small. Úr off white sléttu leðri með gylltum málmi. Taskan kostaði ný $2590, eða um 330.000isk á núverandi kortagengi. Upprunalegi borðinn fylgir með sem hægt er að hengja á töskuna (skraut) og upprunalegur rykpoki.
Flott vintage tote taska frá Gucci í endurtekna ''GG Plus'' brúna mynstrinu og Web (rauð og græn) haldföngum. Eitt rennt aðalhólf er á töskunni sem inniheldur einn minni flatan vasa. Taskan er opnuð að ofan og lokast með brúnum rennilás. Framan á töskunni er "Gucci plus" lógó í silfur lit með gylltum stöfum.
Virkilega falleg Marmont Aria Camera taska frá Gucci í ljósgráum lit með gráum GG málmi. Í töskunni er eitt rennt aðalhólf sem opnast að ofan sem inniheldur eitt opið hólf í innvolsi. Með töskunni fylgir upprunalegur rykpoki, kassi og innkaupapoki.
Klikkuð og eftirsótt limited edition hliðartaska frá Gucci. Taskan er í bleikum lit með svarta endurtekna ''GG'' mynstrinu, skreytt með rauðum hjörtum og gulum stjörnum. Að framan er falleg hestaskífa með tígrisdýra andlit og kristölum. Taskan opnast með smellu og skiptist aðalhólfið í tvö hólf, eitt rennt hólf er í miðju og eitt opið að framan.
Gucci Horsebit 1955 taska í beige supreme canvas með brúnu leðri og gylltum málmi. Framan á töskunni er klassíska Horsebit táknið. Taskan lokast með flipa og segulloka sem fer undir horsebit merkið. Taskan hefur eitt aðalhólf og eitt flatt hólf. Í stærra hólfinu er einn flatur vasi með rennilás og í flata vasanum er minni flatur vasi. Á töskunni er áföst ól sem er stillanleg. Enginn rykpoki fylgir töskunni, né kassi. Eins taska hjá Gucci kostar í dag $ 3,150 án VSK.
Fölbleik Joy Boston Microguccissima taska frá Gucci með gylltum áherslum. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf, í innvolsi í hliðunum eru tveir opnir flatir vasar og einn stærri flatur vasi sem hægt er að renna. Kálfaskinn leður. Á töskunni eru tvenn handföng en með töskunni fylgir stillanleg ól sem festist við handfanga festingarnar. Þessar týpur voru framleiddar á árunum 2016-2023. Með töskunni fylgir rykpoki.
Æðisleg, klassísk Supreme Canvas Boston taska frá Gucci, með gylltum málmi og ljósbrúnu leðri. Taskan opnast með rennilás að ofan og í rúmgóðu aðalhólfinu er lítill renndur vasi.
Falleg vintage GG taska frá Gucci fallega brúnu litunum með gylltum málmi. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf sem hefur einn flatan renndan vasa að innan. Glæsileg vintage taska. Farið vel yfir ástand eins og við mælum alltaf með.
Beige hvítkremuð GG Guccissima Abbey Tote axlartaska frá Gucci með gylltum málmi. Taskan er með eitt opið aðalhólf en fyrir miðju er smellu loki sem hálf lokar töskunni. Að innan er einn renndur flati vasi og einn minni vasi sem er ætlaður fyrir eldri týpur af farsímum. Framan á töskunni er gylltur hanki með grafið Gucci. Virkilega sæt taska sem ætti að rúma það allra helsta sem þú þarf með út í daginn.