CELINE (áður skrifað CÉLINE) er franskt hátískumerki sem hefur verið í eigu LVMH síðan árið 1996. Celine var stofnað árið 1945 af Céline Vipiana. Undir LVMH eru mörg önnur þekkt merki á borð við Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy.
Fallegt brúnt belti frá Celine í klassíska Triomphe mynstrinu með brúnu leðri meðfram köntum og gylltum málmi. Kemur með rykpoka og kassa.
Stílhrein og töff ferköntuð sólgleraugu frá Celine. Umgjörð og gler svört með þremur silfurlituðum punktum á hvorum arminum ásamt "Celine" áletrun í gylltum tón. Upprunalegur glerklútur með Celine merkinu á og veglegt leður slíður sem hulstur.
Vintage svart leður belti frá Celine með Celine gylltri hesta sylgju.