Yves Saint Laurent eða YSL er hágæða tískuvörumerki sem var stofnað í París árið 1961 og er eitt mest áberandi tískumerki heims. Í dag býður Saint Laurent upp á fjölbreytt úrval af fatnaði, leðurvörum, skóm og skartgripum.
Svört Envelope taska frá Saint Laurent með gylltum málmi í stærð small. Taskan opnast með flipa og lokast með smellu að framan og skartar gylltu YSL merkinu. Taskan hefur eitt aðahólf og einn minni kortavasa. Aftan á töskunni er opinn flatur vasi. Á töskunni er áföst gyllt málm ól sem hægt er að hafa einfalda eða tvöfalda, eftir því hvort þú vilt hafa töskuna á öxlinni eða sem hliðartösku. Með töskunni fylgir rykpoki. Taskan kosta ný hja Saint Laurent 2.100 € sem eru ca. 300,000 isk á núverandi kortagengi.
Falleg og vegleg Cabas Tote taska frá Saint Laurent úr rauðu leðri. Rennt aðalhólf með tveimur opnum vösum og litlum renndum vasa. Leðuról fylgir sem hægt er að krækja í hliðar töskunnar. Lítil leðuról hangir á öðru handfanginu og hefur að geyma lyklakippuhring. Loks er stórt málmlógó að framanverðu í ól sem er smellt yfir töskuna.
Grá rúmgóð taska frá Saint Laurent með gull burstuðum málmi. Taskan er úr mjúku ekta krókódíla leðri og hefur eitt aðalhólf. Taskan lokast með flipa og læstist með málm smellu og ólar lokum. Aðalhólfið skiptist í þrennt og hefur einn miðju vasa sem hægt er að renna. Aftan á töskunni er flatur vasi sem hægt er að loka með smellu loka.