Eitt af vinsælli lúxus merkjum hjá íslendingum þessa dagana er Gucci. Hjá Attikk kemur mikið af vörum frá þeim í hverri einustu viku og eru þær oft á tíðum jafn fljótar að fara í hendur nýrra eiganda. Verandi vinsælt merki er einnig algengt að eftirlíkingar séu í umferð, viðskiptavinir Attikk geta verið vissir að allar Gucci vörur sem seldar eru hjá Attikk séu ekta þar sem þær gangast allar undir ítarlega skoðun hjá sérfræðingum.
Flott og praktíst 30mm belti frá Gucci sem hægt er að snúa beggja vegna. Önnur hliðin er úr svörtu leðri sem er klassískt og stílhreint og á hinni hliðinni er vinsæla GG Supreme monogram mynstrið. Sylgjan er gyllt í burstuðum stíl. Beltið kostar nýtt í Gucci 450 evrur eða um 66.000 kr á núverandi kortagengi. Upprunlegur rykpoki fylgir og fallegur rauður kassi.
Gucci belti með GG silfur sylgju og svörtu leðri og efni úr klassísku grænum og rauðum línunum. ATH ástand vel eins og við mælum alltaf með!