Gullfalleg hliðartaska frá Gucci úr vörulínu sem er innblásin af þá gömlu góðu daga þegar starfsfólk Gucci gerði við töskur með þeim efnisbútum sem voru til á hverri stundu. Út frá því var ákveðið að setja gula og brúna leðrið á hliðunum og á ólina. Taskan er því úr mörgum efnum; klassíska GG Supreme, brúnt leður, burstaður málmur og er innvols klætt með blóma efni. Ólin er með gulu leðri á endunum, einnig á rennilásnum, og síðan er meiri hluti ólar úr Web efninu sem er klassíska græna og rauða efnið þeirra. Eitt rennt aðalhólf og smærri opinn vasi inn í. Upprunalegur rykpoki fylgir með ásamt auka efnis bút af GG Supreme canvasnum. Taskan er enn í sölu á heimasíðu Gucci og kostar þar $ 1,790, án skatts, sem er samkvæmt gengi í júlí 2024 um 246.700 kr.
Vertu viss um að hafa kynnt þér ástand vörunnar hér fyrir neðan áður en þú kaupir.
Áætlaður afhendingartími: 1-2 virkir dagar (Innanlands), 5-10 working days (International).
Þessi vara hefur verið vottuð sem ekta Gucci vara með tækni frá Entrupy.
Öruggt
Kaupaferli