Geggjaðar hugmyndir að fermingargjöfum sem að henta sérstaklega vel fyrir hana. Fermingar stúlkan verður ekki fyrir vonbrigðum með eitthvað af þessum lúxus gjöfum.
Klikkað sæt mini axlartaska úr ekta minkafeldi frá Prada. Taskan hefur eitt aðalhólf sem lokast með segulloka og að innan er einn flatur vasi sem hægt er að renna. 25 x 15 x 8cm
Töff belti frá Prada í svörtum lit með silfur sylgju. Upprunalegur kassi og rykpoki fylgir með. 175 cm (68,9)
Hrikalega krúttleg Girly Boston taska frá Dior. Taskan er hvít og bleik á litinn í Dior monogram mynstrinu með sætum blómum og skrauti. Eitt aðalhólf er á henni og eitt rennt hólf í innvolsi. - Ath. ástand.
Æðisleg, klassísk Supreme Canvas Boston taska frá Gucci, með gylltum málmi og ljósbrúnu leðri. Taskan opnast með rennilás að ofan og í rúmgóðu aðalhólfinu er lítill renndur vasi.
Æðisleg ljósgræn Hobo taska frá Bottega Veneta úr lambaskinni. Leðrið er hálffléttað og skartar langri fléttu meðfram ramma töskunnar. Stórt rennt aðalhólf með einu gamaldals símahólfi og renndum smáhlutavasa. Rykpoki fylgir.
Lítil og nett Trousse Make up Pouch veski frá Louis Vuitton í Damier canvasnum með gylltum málmi. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf og með veskinu fylgir stutt ól sem er fjarlægjanleg. Taskan er frá árinu 2001.
Vintage Papillon frá Louis Vuitton í stærð 30 í Damier Ebene canvas. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf og hefur gylltar áherslur. Taskan er framleidd á árinu 2002. Hins vegar er kóðinn búin að afmáðst af, en í réttu ljósi er hægt að greina kóðann.
Glænýtt hvítt leðurbelti frá Fendi. Beltið skartar Fendi O’Lock gull sylgju og er í stærð 40/100. Fallegt belti úr smiðju Fendi og er "made in Italy". Upprunalegur rykpoki fylgir með sem og merkimiði. Beltið er ónotað, en eigandi hefur látið búa til aukagöt, skoðið vel ástandslýsingu og myndir.