CELINE (áður skrifað CÉLINE) er franskt hátískumerki sem hefur verið í eigu LVMH síðan árið 1996. Celine var stofnað árið 1945 af Céline Vipiana. Undir LVMH eru mörg önnur þekkt merki á borð við Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy.
Stílhrein og töff ferköntuð sólgleraugu frá Celine. Umgjörð og gler svört með þremur silfurlituðum punktum á hvorum arminum ásamt "Celine" áletrun í gylltum tón. Upprunalegur glerklútur með Celine merkinu á og veglegt leður slíður sem hulstur.