Skilmálar fyrir öflunarþjónustu Attikk. Síðast uppfært: 13. mars 2025
Undirrituð/undirritaður, (hér eftir „seljandi" og ,,þú") og Attikk ehf. kt. 450221-1630 (hér eftir ,,Attikk" og ,,við") gera með sér eftirfarandi samning:
1.1. Attikk býður upp á sérhæfða öflunarþjónustu þar sem við finnum tiltekna vöru fyrir viðskiptavin samkvæmt óskum hans.
1.2. Þjónustan er sérsniðin að sérhverjum viðskiptavini, þar sem tiltekinnar vöru er sérstaklega aflað eftir þörfum viðkomandi. Um er að ræða sérpöntun sem fellur utan lögbundins 14 daga skilafrests.
2.1. Grunngjald fyrir þjónustuna er kr. 35.000, sem felur í sér tveggja vikna viðmið á afhendingu. Þetta gjald er óendurkræft.
2.2. Ef óskað er eftir fljótari afgreiðslu, innan 5 virkra daga, er grunngjaldið kr. 85.000. Þetta gjald er einnig óendurkræft.
2.3. Þegar við höfum fundið vöruna sendum við þér tilboð. Tilboðið felur í sér vöru- og þjónustukostnað, áætlaðan sendingar- og umsýslukostnað með VSK, og allar upplýsingar um ástand og útlit vöru.
2.4. Ef þú vilt samþykkja tilboðið, ber þér að greiða skv. því án tafar.
2.5. Ef viðskiptavinur kýs að hafna tilboði, fæst fyrrnefnt grunngjald ekki endurgreitt.
2.6. Við afhendingu vörunnar getur verið að ófyrirséð gjöld vegna innflutnings, tolla eða annars bætist við. Þessi gjöld skulu ekki nema meira en kr. 5.000 og eru greidd við afhendingu.
3.1. Með því að samþykkja þessa skilmála staðfestir þú að varan sé sérstaklega öfluð fyrir þig og að ekki sé hægt að skila henni gegn endurgreiðslu.
3.2. Kaupanda er þó heimilt að selja sérpantaða vöru í umboðssölu hjá Attikk, gegn 10% þóknun, innan 14 daga frá afhendingu.
4.1. Attikk ber ekki ábyrgð á töfum sem kunna að verða á afhendingu vegna aðstæðna sem við ráðum ekki við, svo sem seinkun á innflutningi eða tollafgreiðslu. Jafnframt getur Attikk ekki ábyrgst tafir sem stafa af seinum svörum eða greiðslum viðskiptavinar.
4.2. Attikk ber ekki ábyrgð á gæðum eða ástandi vörunnar eftir að hún hefur verið afhent.
5.1. Allar upplýsingar sem þú veitir okkur í tengslum við þjónustuna verða meðhöndlaðar í samræmi við persónuverndarlög.
5.2. Skilmálar þessir geta tekið breytingum án fyrirvara, en við munum ávallt tilkynna um slíkar breytingar áður en þær taka gildi.