Yves Saint Laurent eða YSL er hágæða tískuvörumerki sem var stofnað í París árið 1961 og er eitt mest áberandi tískumerki heims. Í dag býður Saint Laurent upp á fjölbreytt úrval af fatnaði, leðurvörum, skóm og skartgripum.
Yves Saint Laurent Fourrures vintage leðurkápa úr brúnu leðri með loðfóðruðum kraga sem nær niður að framan, einnig er loð á ermum og faldi. Kápan lokast með belti í mitti og er með opna vasa að framan. Framleidd í Frakklandi og er ca. frá árunum 1978–1983. Algjör vintage gersemi hér á ferð! Yves Saint Laurent Fourrures var sérstök pelsa- og skinnlína sem var framleidd seint á árunum 1970s og fram yfir 1980 en náði hámarki á árunum 1978–1985.