Franska tískuhúsið Chanel er eitt af stærri lúxus merkjum í heimi. Chanel var stofnað árið 1910 af Coco Chanel. Töskurnar frá Chanel eru einstaklega vinsælar og hækka margar þeirra í verði eftir því sem þær verða eldri.
Ótrúlega falleg, vintage næla frá Chanel í gylltum málm, skreytt með kristölum. Frá ca. 1990 - 2000s
Tímalaust og glæsilegt Chanel cuff armband úr málmi og svörtu resin með „CC“ merki allan hringinn. Opið og stíft í hönnun, auðvelt að renna á úlnliðinn og passar flestum.
Ótrúlega fallegt vintage armband frá 1990 í Byzantine stíl eftir Victoire de Castellane fyrir Chanel. Armbandið er gyllt með rauðum, grænum og bláum steinum frá hinum sögufræga Gripoix glerframleiðanda. Box fylgir með sem er ekki upprunalegt.
Vintage Chanel Première úr frá árinu 1987 úr gullhúðuðu stáli. Skífan er svört og einföld, án talna, merkt CHANEL og SWISS með hvítum lit. Ólin er fléttuð saman með gullhúðuðu stáli við svartan leðurþráð. Lengd ólar er 17 cm í ummál og er 10mm breið og hentar meðalstórum úlnið. Úrið gengur fyrir batteríi eða quartz. Með úrinu fylgir upprunaleg bók, vottorð og kassi (frekar illað farið boxið en annað box fylgir með til að vernda úrið, ekki upprunalegt).
Hrikalega fallegir, vintage klemmueyrnalokkar frá Chanel í gullhúðuðum málm með hvítri glerperlu. Rykpoki fylgir með. Eyrnalokkarnir koma frá einstöku tímabili Lagerfeld og Castellane í kringum 1980, sem ekki verður endurtekið.
Virkilega fallegir og klassískir hringlaga Chanel klemmueyrnalokkar með CC lógó og keðjudíteilum.