Vottaðar töskur frá lúxusmerkjum eins og Louis Vuitton, Gucci, Chanel, Fendi og mörgum fleirum. Töskurnar hafa verið vottaðar af sérfræðingum og eru verðmetnar miðað við núverandi markaðsgengi útfrá ástandi. Hjá Attikk finnur þú þína drauma tösku!
Beige hvítkremuð GG Guccissima Abbey Tote axlartaska frá Gucci með gylltum málmi. Taskan er með eitt opið aðalhólf en fyrir miðju er smellu loki sem hálf lokar töskunni. Að innan er einn renndur flati vasi og einn minni vasi sem er ætlaður fyrir eldri týpur af farsímum. Framan á töskunni er gylltur hanki með grafið Gucci. Virkilega sæt taska sem ætti að rúma það allra helsta sem þú þarf með út í daginn.
Geggjuð Louis Vuitton Damier Ebene Uzes taska með brúnu leðri og gylltum málmi. Taskan hefur eitt opið aðalhólf og að innan er einn flatur renndur vasi og símahólf fyrir gamlar týpur af símum. Að innan er takskan úr rúskinni sem er í ljós rauðu/appersínugulum lit. Framan á töskunni eru tvennir vasar sem lokast með belti og ól. Date kóðinn er til staðar en hefur afmáðst af með tímanum og er illa læsilegur en okkur sýnist taskan hafa verið framleidd árið árið 2004.
Louis Vuitton Damier Ebene Pariolo PM taska. Taskan lokast með segulloka og hefur eitt aðalhólf og tvo opin hólf inn í. Að innan er taskan gerð úr velúr eða rúskinni sem er appelsínugult á litinn. Taskan er framleidd árið 2004. Rykpoki fylgir.
Geggjuð svarblá taska frá Louis Vuitton Infini Empreinte Speedy með gylltum málm. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf, einn minni renndan vasa að innan. Auka ól fylgir með töskunni sem hægt er að fjarlæga. Upprunalegur rykpoki fylgir sem og lás og tvennir lyklar. Taskan er frá árinu 2012.
Klikkað falleg Cagole Neo hliðartaska frá Balenciaga í ljósu denim efni. Taskan er sjaldséð á endursölumarkaðnum. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf er á töskunni með tveimur auka hólfum, eitt rennt er að framan og eitt rennt í innvolsi. Fléttað handfang og glæsileg detail eru á töskunni, m.a. gimsteinar á málmkúlunum. Með töskunni fylgir hangandi spegill & veski sem hægt er að fjarlægja og upprunalegur rykpoki.
Ljós bleik Tessuto axlartaska frá Prada með silfur og bleikum áherslum. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf sem rúmar flest allar stærðir af símum og meira til. Framan á töskunni er klassíska Prada málm þríhyrningurinn í silfri og bleikum litum. Virkilega sæt og nett taska frá Prada sem vert er að skoða.
Vintage Papillon frá Louis Vuitton í stærð 30 í Damier Ebene canvas. Taskan hefur eitt rennt aðalhólf og hefur gylltar áherslur. Taskan er framleidd á árinu 2002. Hins vegar er kóðinn búin að afmáðst af, en í réttu ljósi er hægt að greina kóðann.
Falleg Vintage taska frá Louis Vuitton í brúna Monogram canvasinu og ljósbrúnu leðri. Eitt rennt aðalhólf er á töskunni og eitt auka hólf að framan. Stillangleg ól er á töskunni.
J'Adior svört leður taska frá Christian Dior með burstaðri gylltri keðju og gylltum áherslum. Taskan lokast með flipa og læstist með segulloka. Taskan hefur eitt aðalhólf sem inniheldur einn minni flatan vasa. Framan á töskunni er J'Adior úr gylltum málmi. Taskan er frá árinu 2019. Með töskunni fylgir rykpoki.
Grá rúmgóð taska frá Saint Laurent með gull burstuðum málmi. Taskan er úr mjúku ekta krókódíla leðri og hefur eitt aðalhólf. Taskan lokast með flipa og læstist með málm smellu og ólar lokum. Aðalhólfið skiptist í þrennt og hefur einn miðju vasa sem hægt er að renna. Aftan á töskunni er flatur vasi sem hægt er að loka með smellu loka.
Krúttlegur, Mini Palm Springs bakpoki frá Louis Vuitton í flotta Monogram Reverse canvasinum. Eitt aðalhólf er á töskunni með einu auka hólfi ofan í, að framan er einnig rennt hólf. Taskan var framleidd árið 2017 og fylgir stillanleg ól, upprunalegur rykpoki, kassi og verslunarpoki.
Glæsileg, krúttleg mini taska frá Chanel í drapplituðu lambaleðri. Eitt aðalhólf er á töskunni, þar ofan í eru tvö auka hólf. Upprunalegur rykpoki, kassi og kort fylgir með. Taskan var framleidd í kringum 1986 - 1988. Ath. ástand.
Glæsileg Geronimo Crossbody taska frá Louis Vuitton í eftirsótta Damier Ebene canvas. Eitt rennt aðalhólf er á töskunni og stillanlegt band. Upprunalegur rykpoki fylgir með. Ath. ástand á ólinni sem er til að lengja töskuna!
Geggjuð vintage Pochette taska frá Louis Vuitton í brúna Damier Ebene mynstrinu. Í töskunni er eitt rennt aðalhólf og stutt leðuról sem hægt er að krækja af og á.
Lítil Louis Vuitton Recital taska í brúnu monogram mynstri með stuttri ól og rauðu rúskinni að innan. Hætt í framleiðslu.