Allar vörur sem seldar eru hjá Attikk þurfa að gangast undir og standast sanngildisvottun. Vottunin er framkvæmd af sérfræðingum í hverju vörumerki fyrir sig.
Á vefverslun er hægt að greiða með debetkorti, kreditkorti, gjafabréfi (YAY eða Attikk), inneign (Attikk) eða Netgíró. Í verslun okkar að Laugavegi 90 er hægt að greiða með debetkorti, kreditkorti, gjafabréfi (YAY eða Attikk), inneign (Attikk), Netgíró eða peningum.
Varan er í umboðssölu og því miður er ekki hægt að skila vöru sem að keypt er í Attikk. Varan er seld í því ástandi sem að er skráð á hana og ekki hægt að skila ef eitthvað er ekki eins og þú bjóst við. Sjá nánar í skilmálum. Þú getur aftur á móti komið aftur með vöruna og selt hana hjá Attikk.
Í algengasta módelinu tekur Attikk 20% söluþóknun af verðmati vörunnar. Eftir því hvaða módel þú velur fyrir umboðssöluna er Attikk að taka 20-40% söluþóknun. Sjá nánar um módelin hérna.
Attikk tekur við lúxus merkjavöru. Ef þú sérð merkið hérna á síðunni okkar þá er líklegt að við tökum við því. Annars getur þú líka alltaf spurt okkur með því að senda póst á attikk@attikk.is eða senda okkur skilaboð á Instagram/Facebook. Attikk tekur ekki við skemmdum/ónýtum vörum í umboðssölu. Passaðu einnig að varan sé hrein og helst pressuð/straujuð ef að við á.
Við hlustum auðvitað á hvað þú telur virði vörunnar þinnar vera. Annars er virði vörunnar metið af sérfræðingum og núverandi gangverði á markaði. Ástand vörunnar skiptir miklu máli þegar kemur að verðmati.