Algengar Spurningar
  • Almennt - Hvernig veit ég að varan sem ég er að kaupa er alvöru?
    Allar vörur sem seldar eru hjá Attikk þurfa að gangast undir og standast sanngildisvottun. Vottunin er framkvæmd af sérfræðingum í hverju vörumerki fyrir sig. Vara sem stenst ekki sanngildisvottun að fullu fer ekki í sölu hjá Attikk! Þú getur einnig valið að fá sanngildisvottorð gefið út af viðkomandi sérfræðingi með vörunni þinni.
  • Almennt - Hvaða greiðslumiðlum takið þið við?
    Á vefverslun er hægt að greiða með debetkorti, kreditkorti, gjafabréfi (YAY eða Attikk), inneign (Attikk), Síminn Pay eða Netgíró. Í verslun okkar að Laugavegi 90 er hægt að greiða með debetkorti, kreditkorti, gjafabréfi (YAY eða Attikk), inneign (Attikk), Netgíró eða peningum.
  • Almennt - Er hægt að fá heimsendingu?
    Já, það er hægt að kaupa vöru í netverslun og fá heimsendingu um allan heim. Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem framkvæmdar eru fyrir klukkan 11 á virkum degi er skutlað samdægurs. Pantanir á íslandi sem framkvæmdar eru fyrir klukkan 11 á virkum degi fara á pósthús samdægurs.
  • Almennt - Get ég skilað vöru sem að ég keypti hjá ykkur?
    Varan er í umboðssölu og því miður er ekki hægt að skila vöru sem að keypt er í Attikk. Varan er seld í því ástandi sem að er skráð á hana og ekki hægt að skila ef eitthvað er ekki eins og þú bjóst við. Sjá nánar í skilmálum. Þú getur aftur á móti komið aftur með vöruna og selt hana hjá Attikk.
  • Seljandi - Ég er með Sanngildisvottorð (e. Authenticity Card). Þarf samt að sanngildisvotta?
    Já, varan fer samt í gegnum sanngildisvottun hjá Attikk.
  • Seljandi - Hvað tekur Attikk mikla þóknun í umboðssölu?
    Í algengasta módelinu tekur Attikk 10%-50% söluþóknun af söluverðmæti vörunnar. Eftir því hvaða módel þú velur fyrir umboðssöluna er Attikk að taka 10%-70% söluþóknun. Sjá nánar um módel og söluþóknun hérna.
  • Seljandi - Hvaða vörum tekur Attikk við í umboðssölu?
    Attikk tekur við lúxus merkjavöru. Ef þú sérð merkið hérna á síðunni okkar þá er líklegt að við tökum við því. Annars getur þú líka alltaf spurt okkur með því að senda póst á attikk@attikk.is eða senda okkur skilaboð á Instagram/Facebook. Attikk tekur ekki við skemmdum/ónýtum vörum í umboðssölu. Passaðu einnig að varan sé hrein og helst pressuð/straujuð ef að við á.
  • Seljandi - Hvernig er varan mín verðmetin?
    Við hlustum auðvitað á hvað þú telur virði vörunnar þinnar vera. Annars er virði vörunnar metið af sérfræðingum og núverandi gangverði á markaði. Ástand vörunnar skiptir miklu máli þegar kemur að verðmati.
  • Seljandi - Hvenær fæ ég greitt?
    Ef þú valdir módel A getur tekið allt að 4 virka daga að fá greitt með millifærslu. Ef þú valdir módel B færð þú inneignina senda á þig samdægurs. Ef þú valdir módel C getur tekið allt að 10 virka daga frá því að varan þín seldist að þú fáir greitt.