Hingað til hefur þóknunarkerfi Attikk verið mjög einfalt; við tökum 20% þóknun af öllum vörum í umboðssölu, 30% þegar þær eru fyrirframgreiddar í formi inneignar og 40% þegar þær eru fyrirframgreiddar í formi peninga.

Breytinga er þó þörf og sækir Attikk nýja þóknunarkerfi sitt til erlendra fyrirmynda á borð við TheRealReal og Rebag.

Þóknun Attikk verður héðan af háð söluverði vörunnar sem verið er að selja. Sjá má þóknun Attikk eftir verðbili vörunnar á eftirfarandi mynd:




Á mynd er gert ráð fyrir að vörurnar séu seldar í hefðbundinni umboðssölu (módel C). Rétt eins og áður munum við bjóða upp á fyrirframgreiðslur í einhverjum tilvikum. Þá hækkar þóknun Attikk um 10 prósentustig fyrir módel B (inneign) og 10 í viðbót fyrir módel A (peningar). Sjá nánar í Hvernig virkar Attikk.

Viðskiptavinum Attikk býðst síðan kostur á að lækka alla* þóknun Attikk í umoðssölu um 5 prósentustig með því að skrá sig í áskrift sem merkjavöruséní hér
*viðskiptavinir þurfa að vera þegar skráðir í áskrift þegar varan selst til þess að geta nýtt sér þessi kjör.

Við fögnum þessum tímamótum og þökkum fyrir viðskiptin!