Eins og mörg ykkar vita átti Attikk eins árs afmæli á dögunum og var því vel fagnað með áður óséðum afsláttum í verslun Attikk og með því að gefa einum heppnum 100.000,- gjafabréf í Attikk gegnum gjafaleik okkar á samfélagsmiðlum.

Að þessu sinni var heppni vinningshafinn hún Ylfa Möller sem að tók þátt í leiknum okkar í gegnum Instagram. Ylfa hefur nú þegar fengið gjafabréfið afhent og er að hugsa sig vel um hvað henni langar í.

Einnig ákváðum við í framhaldi af leiknum að gefa ykkur öllum sem tókuð þátt og höfðuð áhuga á 3.000,- gjafabréf í Attikk. Nú hafa hátt í 300 ykkar svarað okkur og fengið afhent slíkt gjafabréf og hefur Attikk því gefið gjabréf fyrir hátt í 1.000.000,- íslenskar krónur.  Gjafabréfið var sent öllum viðtakendum rafrænt í gegnum gjafabréfakerfi YAY og er hægt að nýta bæði í verslun Attikk að laugavegi 168 og í vefverslun okkar á attikk.is.

Enn og aftur þökkum við ykkur öllum fyrir að taka þátt og fagna afmælinu með okkur. Hlökkum til að halda áfram að vinna með ykkur á þessu ári!