Það er víðast vitað að merkjavörur falla almennt í verðgildi frá upprunalegum kaupunum, hvort sem ástand helst eins. Hins vegar kemur það fyrir að merkjavaran hækkar í verði... Hvers vegna? 


Endursöluverð vöru ræðst af markaðnum hverju sinni og getur verðið t.d. ráðist af því hvort hún sé vinsæl eða yfir höfuð fáanleg.

Sumar töskur eins og svarta og gyllta Birkin taskan frá Hermés er oft kölluð “holy grail” taskan vegna þess hve erfitt er að eignast hana. Vegna þess hve sjaldgæf taskan er þá er endursöluverð hennar mikið hærra en upprunalega verðið. Fjöldaframleiddar vörur geta einnig rokið upp í verði. Sem dæmi þá er Pochette Metis taskan sú allra vinsælasta frá Louis Vuitton í augnablikinu. Louis Vuitton fyllir á birgðir sínar reglulega en í mjög takmörkuðu upplagi hverju sinni og því er hún nær alltaf uppseld og er erfitt að næla sér í eintak þótt mörg séu til. Sökum þessarar eftirspurnar sem hefur myndast þá hefur taskan rokið upp í endursöluverði og fólk tilbúið að kaupa hana dýrum dómum. 

Þetta er nokkuð sambærilegt því sem gerist við svokallaðar Hype vörur: Allir Yeezy strigaskór kosta það sama þegar þeir koma út, 200-220 bandaríkjadali. Flest allir þeirra tvöfaldast í verðgildi sínu en sumir þeirra verða svo eftirsóttir og vinsælir að endursöluverð þeirra er meira en hundraðfalt.


Þá hafa sumir gert þetta að atvinnu sinni þar sem það fylgist grannt með endursölumarkaðnum á merkjavörum, líkt og hlutabréfasalar eða fjárfestar í rafmyntum. Ýmis atriði geta haft áhrif á þessar sveiflur í verðgildi merkjavara en sú flókna rannsóknarvinna er innifalin í verðmats- og vottunargjaldinu í Attikk. Komdu með merkjavöruna þína í Attikk og láttu okkur sjá um að athuga verðgildi hennar.